Rafvolt ehf. er rafverktakafyrirtæki sem tekur að sér öll verk, stór sem smá, með fagmennsku í fyrirrúmi. Fyrirtækið var stofnað í ágúst árið 2012. Stofnendur þess og eigendur eru
Bjarki Már Hinriksson, Hlynur Hringsson og Sveinbjörn Guðjónsson. Framkvæmdastjóri Rafvolts er Bjarki, formaður stjórnar er Hlynur og Sveinbjörn er meðstjórnandi. Einnig hefur María Jóhannsdóttir starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi sem skrifstofustjóri. Bjarki er menntaður rafvirkjameistari og rafiðnfræðingur. Hlynur er rafvirki og vélstjóri og Sveinbjörn er rafvirki með áratuga reynslu af faginu.
Fyrirtækið
Verkstæði Rafvolts er staðsett að Fosshálsi 1 í Reykjavík. Í byrjun voru 6 starfsmenn hjá fyrirtækinu en nú eru um 15-20 starfsmenn alla jafna. Stefnan hefur alltaf verið að hafa faglært starfsfólk í miklum meirihluta og höfum við lagt mikið upp úr því að ráða til okkar starfsmenn með sveinspróf í rafvirkjun. Einnig höfum við verið dugleg að ráða til okkar nema í rafvirkjun og undirbúa þá fyrir sveinspróf. Frá upphafi hefur því allt okkar starfsfólk verið annað hvort menntað í greininni eða í rafvirkjanámi.
Verkefnin
Rafvolt sinnir í rauninni öllu rafmagni tengt lágspennu og smáspennu. Okkar stærstu verkefni eru nýbyggingar, breytingar á eldri húsum og fyrirtækjum, ýmisskonar tölvulagnir og einnig þjónustum við mörg stór fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Auk þessa sjáum við einnig um teikningar, kostnaðaráætlun, lýsingarhönnun, dyrasímakerfi og fleira.
Starfsandinn
Í fyrirtækinu er öflugt starfsmannafélag sem hefur skipulagt ýmsar skemmtanir og margar utanlandsferðir. Þar má nefna ferð til Frankfurt þar sem farið var á sýningu tengda rafmagnsnýjungum, snjósleðaferð uppá Langjökul, fjórhjólaferð og margt fleira. Í hópnum hefur myndast góður starfsandi og finnst okkur mikilvægt að halda uppi öflugu starfsmannafélagi.
Framtíðin
Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun þess og fjöldi viðskiptavina aukist í samræmi við það. Rekstur Rafvolts árið 2020 gekk vel þar sem margar blokkir risu og sáum við um allt rafmagn fyrir hátt í 200 íbúðir í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig voru mörg af þeim fyrirtækjum sem við þjónustum í miklum framkvæmdum eða flutningum.
Rafvolt stefnir að því að viðhalda rekstrinum í svipuðu formi og síðustu ár með von um áframhaldandi velgengni. Markmið okkar verður ávallt að viðhalda góðri þjónustu og faglegum vinnubrögðum.
Þjónusta Rafvolts ehf.
Lýsing
Hönnun á lýsingu er mjög mikilvægur þáttur á nútíma heimilum og verslunum. Með góðri lýsingu má t.d. auka vellíðan og öryggistilfinningu manna, auka vinnuafköst, auka sölu í verslunum og fegra umhverfi okkar svo fátt eitt sé nefnt.
Því fyrr sem komið er að ljósahönnun því faglegri og fallegri verður útkoman.
Tölvulagnir
Í nútímaheimi er fátt mikilvægara en að vera með góðar tölvulagnir. Við sjáum um viðhald, breytingar og endurnýjun á eldri raf- og tölvulögnum.
Teikningar
Afgreiðum rafmagnsteikningar sem og gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana.
Þjónusta
Tökum að okkur alla almenna raflagnavinnu og viðgerðir, stór sem smá verk – hvort sem er í íbúðarhúsnæði, fyrirtækjum eða nýbyggingum.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd