Þann 1. júní 2013 voru rannsóknarnefndir flugslysa, sjóslysa og umferðarslysa sameinaðar í eina rannsóknarnefnd samgönguslysa og tóku lög um Rannsóknarnefnd samgönguslysa nr. 18/2013 þá gildi. Innan Rannsóknarnefndar samgönguslysa voru þrjú rannsóknarsvið:
Flugsvið – Sjósvið – Umferðarsvið – Árið 2018 bættist köfunarsvið við.
Sameiginleg rannsóknarnefnd samgönguslysa hélt sem fyrr áfram að starfa sjálfstætt að rannsóknum samgönguslysa og störfuðu sameiginlega í einu húsnæði. Fljótlega eftir að nefndin hóf störf var ráðist á stefnumótun þar sem stofnunin setti sér meðal annars eftirfarandi gildi: Sjálfstæði – Fagmennska – Öryggi
Sjálfstæði rannsóknarnefndar samgönguslysa er sem fyrr, forsenda óháðra rannsókna. Fagmennska er eitt lykilatriða rannsóknarnefndarinnar og leitast nefndin við að dragast ekki aftur úr hvað varðar rannsóknartæki og búnað ásamt því að leggja áherslu á síþjálfun rannsakenda. Rannsóknir á vegum nefndarinnar stuðla að auknu öryggi í samgöngum gegnum rannsóknir og er það eitt helsta markmið þeirra. Þá er öryggi starfsfólks við rannsóknarstörf ekki síður mikilvægt sem og öryggi þeirra gagna sem nefndin vinnur með.
Rannsóknarnefndin fer með um það bil 200 mál á hverju ári og eru þau misjöfn í umfangi. málafjöldi mestur á sjósviði þar sem atvik um borð eru einnig tekin til meðferðar.
Við hefðbundna rannsókn á samgönguatvikum er tillögur í öryggisátt og tilmæli gerð í þeim tilgangi að koma í veg fyrir endurtekningu slysa eða alvarlegra atvika. Að jafnaði gefur nefndin út um 20-30 tillögur eða tilmæli á ári hverju. Öll mál sem RNSA tekur til rannsóknar eru gerð skil á vefsvæði hennar og eru því birt opinberlega.
Saga rannsókna á flugslysum
Ný lög um loftferðir nr. 34/1964, tóku gildi 21. maí 1964, sem leystu gömlu loftferðalögin frá 1929 af hólmi. Kafli um rannsóknir flugslysa var þá saminn með sérstakri hliðsjón af alþjóðareglunum um þetta efni.
1968 – Hinn 2. september 1968 skipaði Hannibal Valdimarsson þáverandi samgönguráðherra fyrstu þriggja manna rannsóknarnefnd flugslysa og þrjá til vara, í samræmi við þessi lög. Eins og augljóst var, þá var Flugmálastjórnin mjög tengd setningu og annaðist eftirfylgni laga og reglna. Því var augljóst að renna þyrfti stoðum undir trú manna á hlutleysi og réttlátari málsmeðferð við rannsókn mála.
1996 – Í nóvember árið 1994 gaf Evrópusambandið (ESB) út tilskipun sem nefnd var „Grundvallaratriði er varða rannsóknir flugslysa og flugatvika“. Ásamt Annex 13, varð þetta skjal grunnur að sameiginlegum vinnubrögðum og skipulagi þessara mála í aðildarlöndum ESB. Þetta skjal var einnig hluti af EES og því leiðbeiningar um sameiginleg vinnubrögð og skipulag rannsókna á flugslysum og alvarlegum flugatvikum í aðildarlöndum EES. Íslenska ríkið varð því óhjákvæmilega nauðugt/viljugt að hlíta því sem þar kom fram og ekki síðar en 21. nóvember 1996. Í tilskipuninni stóð meðal annars, að sérhvert aðildarríki skyldi tryggja að rannsókn flugslysa og alvarlegra flugatvika væri framkvæmd af fastskipuðum aðila sem starfaði óháður, einkum og sér í lagi þó hlutaðeigandi flugmálayfirvöldum, sem beri ábyrgð á útgáfu lofthæfiskírteina, útgáfu leyfisbréfa, flugrekstrareftirliti, viðhaldi loftfara, útgáfu skírteina, flugumferðarstjórn eða flugvallastarfrækslu, við verkefni það sem rannsóknaraðilanum er trúað og treyst fyrir af öllum aðilum málsins. Lagafrumvarpið varð síðan að lögum nr. 59/1996 um rannsókn flugslysa, hinn 21. maí 1996.
2004 – Hinn 3. maí 2004 samþykkti Alþingi enn ný lög nr. 35/2004 um rannsóknir flugslysa. Þessi nýju lög tóku gildi hinn 1. september 2004 og jafnframt féllu þá eldri lögin nr. 59/1996 úr gildi. Skipulaginu var nú breytt og skilið var á milli forstöðumanns stofnunarinnar RNF og nefndarinnar sjálfrar. Með breytingu á lögunum var sjálfstæði nefndarinnar aukið frá því sem það var áður þar sem formaður nefndarinnar hafði jafnframt verið forstöðumaður auk þess að sinna almennum störfum á hennar vegum. Með lögunum sem sett voru 2004 þótti það geta tryggt enn frekar sjálfstæði og hlutleysi nefndarinnar að formaður nefndarinnar sé ekki um leið forstöðumaður/rannsóknarstjóri.
Saga rannsókna á sjóslysum
1963 – Alþingi samþykkti árið 1963 þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að láta fara fram opinbera rannsókn á orsökum hinna fjölmörgu skipstapa, er orðið höfðu næstu 2-3 árin á undan. Skipaði samgönguráðherra nefnd til að vinna að þessum rannsóknum og starfaði hún frá 1963 til 1965 og þá leyst upp.
1971 – Sérstakar rannsóknir lágu niðri þar til lög nr. 52/1970 um eftirlit með skipum voru sett og skipaði ráðherra 5 menn í rannsóknarnefnd sjóslysa, til 6 ára í senn. Hlutverkið var að fylgjast með starfi sjódóma, safna upplýsingum og miðla þeim til sjómannaskóla, sjó- og útgerðarmanna ásamt því að gera tillögur um ráðstafanir til að draga úr slysahættu á sjó. Nefndin starfaði frá 1971 til 1985 en þá lögð niður samkvæmt lögum um siglingar
1986 – Vegna mikillar óánægju var gerð breyting á 230 gr. Siglingalaga 1986 og ný nefnd skipuð án tilnefninga frá hagsmunasamtökum.
2000 – Árið 2000 varð sú mikilvæga breyting að rannsóknir á sjóslysum urðu algjörlega sjálfstæðar og nefndin óháð stjórnvöldum, öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Fyrstu heildarlögin um rannsóknir sjóslysa á Íslandi 1. september 2000. RNS hefur ekki farið fram á sjópróf síðan 2000. Óheimilt var þá að nota skýrslur RNS í opinberum málarekstri og í dómsmálum frá árinu 2013.
Saga rannsóknar á umferðarslysum
Rannsóknarnefnd umferðarslysa var stofnuð með reglugerð nr. 681/1998 gefin út af þáverandi dómsmálaráðherra þann 23. nóvember 1998. Reglugerðin var sett á grundvelli 3. mrg. 114. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Ný lög tóku gildi um Rannsóknarnefnd umferðarslysa hinn 1. september 2005. Í nýju lögunum var starfsemi Rannsóknarnefndarinnar betur skilgreind en áður var. Umsvif hennar urðu meiri og aðsetur nefndarinnar fluttist í hús Flugbjörgunarsveitarinnar á Flugvallaveg, en þar var fyrir Rannsóknarnefnd flugslysa.
Dómsmálaráðherra skipaði sérstaka rannsóknarnefnd eftir alvarlegt hópbifreiðaslys sem varð í Hrútafirði haustið 1995. Nefndin skilaði inn nefndaráliti til ráðherra í árslok 1995 þar sem m.a. var lagt til að starfrækt yrði sérstök rannsóknarnefnd umferðarslysa, sem var svo
stofnuð með reglugerð nr. 681/1998 gefin út af þáverandi dómsmálaráðherra þann 23. nóvember 1998. Reglugerðin var sett á grundvelli 3. mrg. 114. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Ný lög tóku gildi um Rannsóknarnefnd umferðarslysa hinn 1. september 2005. Í nýju lögunum var starfsemi Rannsóknarnefndarinnar betur skilgreind en áður var. Umsvif hennar urðu meiri og aðsetur nefndarinnar fluttist í hús Flugbjörgunarsveitarinnar á Flugvallaveg, en þar var fyrir Rannsóknarnefnd flugslysa. Hóf nefndin m.a. útgáfu skýrslna um einstök slys sem var mikil breyting.
© 2025 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd