Rennsli ehf.

2022

RENNSLI ehf. er framsækið pípulagningafyrirtæki sem sérhæfir sig í nýlögnum, viðhaldi, eftirliti lagna og sprinklerkerfa . Rennsli hefur unnið með mörgum af öflugustu fyrirtækjum landsins á sviði jarðvinnu, bygginga og mannvirkjagerðar ásamt fyrirtækjum á sviði endurbóta og viðhaldi eldri bygginga. Fyrirtækið hefur þjónustað verktaka, einstaklinga, fasteignafélög og húsfélög auk þess að hafa eftirlit með eldvarnarkerfum og lagnakerfum bygginga svo eitthvað sé nefnt. Rennsli er traust félag, fjárhagslega vel statt, er vel tækjum búið til allra lagnaverkefna og reynsla starfsmanna á því sviði mikil. Starfstöðvar Rennslis eru í Akralind 1, Kópavogi og Koparsléttu 11, Reykjavík. Eigendur fyrirtækisins eru hjónin Þorgeir Kristófersson, pípulagningameistari og Inga Pétursdóttir.

Starfsemin
Rennsli var stofnað árið 1991 af hjónunum Þorgeiri Kristóferssyni, pípulagningameistara og Ingu Pétursdóttur í kringum rekstur sem Þorgeir hafði stundað frá árinu 1984. Rennsli hefur haldið uppi óslitinni starfsemi undir sömu kennitölu í bráðum 30 ár en þegar starfsemin hófst var starfað í nafni Þorgeirs og var starfsstöðin bifreið af tegundinni Lada Sport. Umfangsmestu verkin hafa að mestu tengst opinberum mannvirkjum, dæmi má nefna Alþingishúsið, Dómkirkjuna, Þjóðminjasafnið, virkjanir, íþróttahús, sundlaugar, hótel, skóla og fjölbýlishús. Helstu verkefnin sem í gangi eru í dag eru Hótel Marriot við Hörpu og Hótel Reykjavík við Lækjargötu. Forsenda fyrir þeirri velgengni sem Rennsli hefur notið er reynslumikill, kraftmikill og metnaðarfullur mannauður en í dag starfa um 30-40 manns hjá fyrirtækinu og þar af eru þrír starfsmenn með meistararéttindi. Fjöldi starfsmanna hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Eins og i öðrum greinum á sviði byggingariðnaðar hefur kynjaskiptingin verið einsleit og í dag starfar engin kona við almenn pípulagningastörf hjá fyrirtækinu. Frá upphafi hefur aðeins ein kona sinnt almennum pípulagningastörfum hjá fyrirtækinu en Rennsli hefur mikinn áhuga á að jafna þetta hlutfall og leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að auka áhuga kvenna til þessara starfa. Hlutfall kvenna á skrifstofu fyrirtækisins er hærra og hefur verið það í gegnum tíðina. Mikil áhersla er lögð á að starfsmenn séu vel upplýstir og vaxi í starfi en hluti af starfsmönnum hafa starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi og búa að mikilli reynslu og þekkingu.

Markmið
Markmið Rennslis er að skila af sér góðum verkum á umsömdum tíma, aðlaga fyrirtækið að rekstrarumhverfi hvers tíma og færa það komandi kynslóð sem viðurkennt vörumerki til framtíðar. Rennsli leggur áherslu á að reka umhverfis-, öryggis-, gæða- og starfsmannastefnu sem stuðlar að velferð starfsmanna sinna og viðskiptavina. Fyrirtækið hefur gæða-, öryggis- og velferðarmál verkkaupa og starfsmanna í öndvegi öllum stundum og vill stuðla að góðum vinnuanda og metnaði starfsmanna.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd