Rifós hf.

2022

Rifós var stofnað 1992 af heimamönnum upp úr gjaldþroti ISNO hf. sem hafði verið með starfsemi í Lónunum frá því um 1980. ISNO flutti inn norska stofninn Movi, sem er hluti af þeim laxastofni sem er í eldi á Íslandi. Aðsetur Rifós hf. Lónin er í Kelduhverfi og á Kópaskeri.

Sagan
Fyrstu árin var Rifós eina fyrirtækið sem framleiddi lax á Íslandi. Voru þá á milli 90 og 100 hluthafar að fyrirtækinu. Flestir þeirra Keldhverfungar og fólk þeim tengt. Svo var allt til 2020 er Fiskeldi Austfjarða kaupir meirihluta og á nú 99,5% hlutafjár.
Töluverð uppbygging var í Rifós fyrstu árin. Farið var í að leggja þriggja fasa rafmagn. Fjárfest var í nýjum búrum og ýmsum búnaði tengdum kvíunum.
Rifós framleiddi eingöngu lax á fyrstu 10 árum starfseminnar. Oftast var þetta á bilinu 400 til 600 tonn. Laxinn var að mestu seldur innanlands en einnig var hann seldur til Evrópu og Bandaríkjana. Laxinn úr Rifós þótti alltaf mjög góður.
Reksturinn á fyrirtækinu gekk mjög vel fyrsta áratuginn. Hagnaður varð af rekstrinum flest ár.
En árið 2001 drapst á einni nóttu tæp 400 tonn af laxi í Lónunum vegna brennisteinsvetnis, sem myndaðist vegna uppsafnaðs úrgangs undir kvíum, tjóninu má að einhverju leiti kenna um þekkingarleysi á hvað gerist við svona aðstæður. Eftir þetta var dælt undan búrum annað hvert ár. Rifós stóð þetta áfall af sér þar sem félagið átti töluverðan varasjóð. Annað áffall kom upp síðar þegar nýrnaveiki kom inn í stöðina með aðkeyptum seiðum, sem varð þess valdandi að laxeldið var talið illmögulegt og ákveðið var að fara alfarið í bleikjueldi og fjárfest í búnaði til vinnslu á henni. Bleikjan var aðallega útflutningsvara og var bæði seld heil og í flökum.
Með aðkomu Fiskeldis Austfjarða var lögð meiri áhersla á laxaseiðaframleiðslu, og á árinu 2020 var ákveðið að hætta í bleikju, meðal annars vegna lélegrar sölu útaf COVID-19 og minnka smitálag á seiðaframleiðslu. Rifós var sett undir sjókvíareglugerð þó að eldið sé í Lóni en ekki í sjó, samkvæmt þeirri reglugerð þarf allur búnaður að vera vottaður og uppfylla kvíarnar í Lóninu það ekki, svo ljóst var að þar þyrfti til mikla fjárfestingu sem ekki þótti vænleg á þessum tímapunkti. Miklar framkvæmdir hafa verið kringum seiðaeldi Rifóss síðustu misseri. Byggt var stórt stálgrindarhús, gamla stöðin tekin í gegn og mikið bætt, nú er verið að byggja nýja klakstöð og nýja áframeldisstöð með sjó á Kópaskeri. Þessum byggingum hafa fylgt miklar fjárfestingar á búnaði og tækjum.

Starfsfólk
Í upphafi voru starfsmenn 8 til 10 en í dag eru 22 starfsmenn hjá Rifós þannig að það var fjölgað um 6 starfsmenn þegar hætt var í bleikju og farið alfarið í laxaseiðaframleiðslu.

Uppbygging
Í árslok 2020 er verið að slátra síðustu bleikjunum úr Lóninu og laxaseiðaframleiðslan komin á fullt. Á síðasta ári var lokið við að byggja 1760 fm hús yfir ker. Nú er verið að reisa nýja 740 fm klakstöð. Þar eru tekin inn hrogn og frumfóðruð. Þá er verið að byggja áframeldishús á Kópaskeri sem er 2400 fm og hýsir átta 900 rúmmetra ker. Seiði, sem eru 60 til 70 grömm, verða flutt frá Rifós Lónum, bólusett og í sjógöngubúningi, í 13 gráðu heitan sjó á Kópaskeri. Þar verða þau alin í 300 til 400 gramma þyngd og síðan flutt þaðan í Brunnbát á Austfirði.

Samfélagsmál
Rifós hefur lengst af verið aðili að samtökum fiskeldisaðila. Fyrirtækið hefur stutt við íþróttir og góð málefni í nærumhverfinu.

V/Lónin Kelduhverfi
671 Kópaskeri
4652190
Þjónustuflokkar
Upplýsingar
Fyrirtækjaskrá Staðsetning á korti

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd