Á árinu 2025 tók Fjársýslan alfarið við öllum verkefnum sem áður heyrðu undir Ríkiskaup. Nýtt skipulag opinberra innkaupa tók þá við og Ríkiskaup voru ekki lengur sjálfstæð stofnun. Verkefni sem áður voru í höndum Ríkiskaupa, svo sem rammasamningar, útboð og ráðgjöf til ríkisstofnana, fluttust inn í breytt skipulag innan Fjársýslunnar. Með þessu lauk málssögu Ríkiskaupa sem sjálfstæðrar einingar í ríkisrekstrinum, en arfleifð stofnunarinnar lifir áfram í nýju fyrirkomulagi opinberra innkaupa og þeirri sérþekkingu sem hefur byggst upp áratugum saman.
Á árinu 2024 varð svo grundvallarbreyting í rekstri Ríkiskaupa. Að frumkvæði stjórnvalda var samþykkt lagabreyting sem fól í sér að starfsemi stofnunarinnar skyldi færð til Fjársýslu ríkisins. Með samþykkt breytinganna hófst umfangsmikil umbreyting á innkaupakerfi ríkisins og markmið hennar var að efla samræmi, slagkraft og stafræna getu hins opinbera. Í kjölfarið lauk Ríkiskaup formlega starfsemi sinni 31. júlí 2024, eftir rúm sjötíu og fimm ára rekstur sem miðlæg innkaupastofnun. Rekstur ársins bar þess merki að verkefni voru í yfirfærslu, en starfsemin hélt áfram með hefðbundnum hætti þar til yfirfærslan var formlega framkvæmd.
Árið 2023 einkenndist af áframhaldandi þróun á opinberum innkaupum, endurnýjun samninga og aukinni áherslu á rafræn ferli. Fræðslu- og þekkingaruppbygging var stór þáttur í starfseminni, meðal annars með nýjum námskeiðum í Innkaupaskóla Ríkiskaupa. Þá var rammasamningur um rafrænar undirritanir framlengdur og stofnunin sinnti reglulegum útboðum og ráðgjöf gagnvart ríkisstofnunum.
Stjórnendateymi Ríkiskaupa. Frá vinstri: Stefán Þór Helgason, Sara Lind Guðbergsdóttir, Ingólfur Björn Guðmundsson, Björgvin Víkingsson og Davíð Ingi Daníelsson.
COVID-19 setti strik í reikninginn árið 2020 en léttleikinn kom öllum heilum á húfi í gegnum baráttuna.
Starfsmenn Ríkiskaupa í „Lífshlaupinu”.
Ríkiskaup er miðlæg innkaupastofnun sem annast framkvæmd útboða, innkaup, rammasamninga og eignasölu. Ríkiskaup nýtir krafta sína í að skapa virði í gegnum nýskapandi, sjálfbær og hagkvæm innkaup fyrir alla opinbera aðila.
Framtíðarsýn: Ríkiskaup 2.0
Ríkiskaup hefur tekið miklum breytingum á síðasta ári en umbreytingarstefnumótun átti sér stað við tilkomu nýs forstjóra haustið 2020. Um áramót 2020/2021 var svo kynnt ný sýn Ríkiskaupa eða Ríkiskaup 2.0

Ríkiskaup ætla að vera í fararbroddi með því að styðja og leiða, nýsköpunar- og umbótastarf hjá stofnanakerfi ríkisins í heild. Innkaup á vörum og þjónustu hjá stofnunum ríkisins þurfa að vera markvissari, hagkvæmari og vistvænni. Til að ná þessum markmiðum leggja Ríkiskaup áherslu á betri nýtingu gagna til rýni, aðhalds og stefnumótunar hjá stofnunum og eftir atvikum öðrum opinberum aðilum. Með betri gögnum, sér í lagi sameiginlegu innkaupakerfi og aukinni innsýn inn í rekstur stofnana, geta Ríkiskaup stuðlað að aukinni samhæfingu og samrekstri í kjarnastarfsemi. Markmiðið er að Ríkiskaup verði fyrirmyndarstofnun og raunverulegt hreyfiafl í samfélaginu sem leiði verkefni sín áfram með nýsköpun og umbætur að leiðarljósi. Til að ná þessum markmiðum hafa verið gerðar umfangsmiklar skipulagsbreytingar og 4 ný svið stofnuð.
Framkvæmd útboða – Stefnumótandi innkaup – Nýsköpun & viðskiptaþróun – Stjórnun
& umbætur
Nýtt skipurit fangar breyttar áherslur í rekstri og lagðar eru lykiláherslur á greiningu, ráðgjöf og nýsköpun. Skipulag er einfaldað til að tryggja betra flæði verkefna og áherslu á sérþekkingu. Hjá Ríkiskaupum er sérþekking á opinberum innkaupum, nýsköpun og greiningarfærni sem unnt er að miðla til stofnana og auka áhuga þeirra á fyrirmyndar innkaupum sem skilar að lokum auknu virði til samfélagsins.
Samkvæmt stefnuyfirlýsingu Ríkiskaupa 2.0
Aukið virði, aukin sérþekking, aukin nýsköpun og meiri ánægja starfmanna og viðskiptavina eru okkar lykilorð í þessari vegferð.
Ný sýn Ríkiskaupa byggir á mjög traustum grunni og mun Ríkiskaup 2.0 leggja áherslu á eftirfarandi þjónustu:
Ráðgjöf við útboð og samninga – Helsti tilgangur opinberra útboða er að ná fram mesta virði á vörum og þjónustu til kaupenda. Í leiðinni er hvatt til virkar samkeppni, vistvænna innkaupa og nýsköpunar í rekstri. Einnig er verið að tryggja að seljendur fái aðgang að opinbera markaðnum, óháð því hvaða tengsl þeir kunna að hafa í stjórnkerfinu
Vöruflokka- og rammasamningastjórnun – Mikilvægur þáttur í nýrri þjónustu og ráðgjöf Ríkiskaupa er uppsetning á vöruflokkastjórnun þar sem áhersla er lögð á að greina innkaup ríkisins þvert á allar stofnanir og með því komið auga á nýsköpunar-, hagræðingar- eða vistvæn tækifæri sem geta komið öllum til bóta. Í kjölfarið á vöruflokkastjórnun geta myndast rammasamningar sem er einfalt og þægilegt innkaupatól fyrir opinbera kaupendur sem stuðlar að því að mesta virðið sé sótt fyrir heildina með lítilli fyrirhöfn eða aðkomu sérfræðinga
Lögfræðiráðgjöf – Innkaup fyrirtækja og stofnana eru háð opinberum lagasetningum og ýmsum reglugerðum. Stundum geta komið upp álitamál og vafaatriði sem krefjast túlkunar lögfræðinga. Í slíkum tilfellum veitir Ríkiskaup sérhæfða, lagalega ráðgjöf.
Sala opinberra eigna og muna – Ríkiskaup annast söluferli jarða, fasteigna og lausamuna í eigu ríkisins
Fræðsla – Eitt af hlutverkum Ríkiskaupa er að fræða og upplýsa kaupendur jafnt sem seljendur um allt sem viðkemur opinberum innkaupum, útboðum, rammasamningum og eignasölum. Innan Ríkiskaupa er verið að þróa fræðslusetur sem mun bjóða uppá margvísleg námskeið og fræðsluefni.
Nánari upplýsingar og fréttir af Ríkiskaupum er hægt að nálgast inná www.rikiskaup.is
Ríkiskaup
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina