SR Vélaverkstæði hf. á Siglufirði byggir á traustum grunni en fyrirtækið var stofnað 1935, þá sem sjálfstæð rekstrareining innan Síldarverksmiðju ríkisins, síðar SR Mjöls. Þegar fyrirtækið var stofnað var Siglufjörður þungamiðja síldariðnaðarins og Síldarverksmiðjur ríkisins ráku þrjár verksmiðjur á staðnum, auk einkarekinna verksmiðja. Þannig hefur þjónusta við fiskimjöls- og lýsisframleiðslu verið veigamikill þáttur í rekstri verkstæðisins allt frá stofnun þess árið 1935. Nú er fyrirtækið í eigu starfsmanna og nokkurra annarra aðila og hefur verið frá 1. mars 2003. Síðar það sama ár eða 1. desember 2003 setti
SR Vélaverkstæði á stofn byggingavöruverslunina SR Byggingavörur ehf. og rekur enn í dag. Þjónusta SR-Bygg við íbúa Fjallabyggðar og nágrennis hefur aukist jafnt og þétt allt frá stofnun þess.
Stjórnendrur
Stjórn félagsins er skipuð þremur aðalmönnum og tveimur varamönnum. Aðalstjórn: Pálína Pálsdóttir stjórnarformaður, Anita Elefsen ritari, Hafþór Eiríksson meðstjórnandi. Varastjórn: Steingrímur Garðarsson og Hans Ragnar Ragnarsson. Framkvæmdastjóri er Ólafur Sigurðsson.
Starfsfólk
Hjá fyrirtækinu starfa 17 starfsmenn sem búa að fjölbreyttri menntun og reynslu, en þeirra á meðal eru rennismiðir, vélvirkjar, húsasmiðir, bifvélavirkjar, plötusmiðir og stálsmiðir. Starfsmenn í byggingavöruverslunni eru tveir.
Vélaverkstæðið er vel tækjum búið, það skiptist í renniverkstæði og plötusmiðju
SR Vélaverkstæði hefur verið starfrækt í sama húsnæði allt frá stofnun fyrirtækisins, eða í 85 ár. Byggt hefur verið við húsakost félagsins á þessum árum og miklu viðhaldi sinnt og ýmsar breytingar gerðar. Í dag fer starfsemi fyrirtækisins fram í tveimur húsum, annars vegar SRV þar sem renniverkstæðið er til húsa, trésmíðaverkstæði og starfsmannaaðstaða og hins vegar í SRN, en þar er plötusmiðja, plötulager, stangaefnislager og starfsmannaaðstaða. Gólfflötur plötusmiðju er um 450 fm. og renniverkstæðis um 470 fm.
SR Byggingavörur eru starfræktar í sama húsi og renniverkstæðið og trésmíðaverkstæðið og skrifstofur félagsins eru þar á efri hæð, þar sem áður var lager. Rýmið á efri hæðinni er dæmi um það mikla viðhald sem lagt hefur verið í húsakynnum félagsins á undanförnum árum en mjög vel hefur tekist til með skrifstofurnar og eru þær hinar glæsilegustu og var einnig útbúið mötuneyti fyrir starfsmenn á efri hæðinni, en þar var áður trésmíðaverkstæði.
Rennismíði hefur alla tíð verið stunduð á vélaverkstæðinu. Meðal rennibekkja má nefna MEUSER rennibekk sem tekur smíðisgripi til vinnslu allt að Ø1200mm með 6000mm lengd og heildarþyngd allt að 26 tonn. Þessi bekkur var keyptur til að renna pressuskrúfur fyrir fiskmjölsverksmiðjur. Keyptur var nýr tölvustýrður rennibekkur í lok árs 2013 af gerðinni DMG MORI SEIKI CTX 510 en hann hefur gefið fyrirtækinu færi á að taka að sér fjölbreyttari verkefni.
Tæki sem nefnist T-DRILL býr til suðustúta á rör, sem koma í stað T-stykkja. Tækið ræður við rör að utanmáli Ø42 til Ø406mm og getur gert stúta allt að DN150.
Plötuvinnslutæki eru stór og öflug. Þar má nefna plötuklippur 16x3100mm, vals sem getur forbeygt 10x3100mm, beygjuvél 3100mm og plötugatara 40tn Ø105mm. Plasmaskurðarvél verkstæðisins sker allt að 40mm þykkt ryðfrítt stál.
Verkefni og sérstaða
Frá árinu 1935 höfum við öðlast gríðalega reynslu í hverskyns málmsmíði, nýsmíði og viðhaldi. Við höfum þjónustað íslenskan sem og erlendan iðnað í áratugi og eru SR-ingar vel þekktir í fiskimjölsverksmiðjum landsins sem þeir hafa þjónustað frá því snemma á síðustu öld. Meðal verkefna á þessum árum má nefna uppbyggingu og nýbyggingar á síldar- og loðnuverksmiðjum, viðhald og nýsmíði í skipum og fiskvinnslum. Allskonar nýsmíði; stigar og handrið auk margra annarra ólíkra verkefna. Auk nýsmíði má nefna að verkstæðið gerði upp gamlar pressur úr fiskmjölsverksmiðjum og seldi til Perú.
Ryðfrítt stál er okkar sérfag og höfum við smíðað hundruði snigla, varmaskipta, auk ýmisskonar búnaðar þar sem þörf er á ryðfríu stáli. Sniglana frá okkur má finna víða á Íslandi og annarsstaðar í heiminum.
Hjá okkur er einnig hægt að fá tækniaðstoð við teiknun og hönnun.
Hvort sem verkefnin eru stór og krefjandi á alla vegu eða lítil og auðleyst þá er hæglega hægt að leita til SR Vélaverkstæðis. Við höfum ávallt lagt áherslu á vönduð og góð vinnubrögð og hafa viðskiptavinir okkar notið þess í nærri eina öld.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd