Salka Fiskmiðlun hf.

2022

Salka – Fiskmiðlun hf. er útflytjandi á sjávarafurðum með áherslu á þurrkaðar vörur fyrir Nígeríumarkað. Fyrirtækið var stofnað árið 1987 og hefur síðan þá verið útflytjandi á fiskafurðum framleiddum á Íslandi, Færeyjum og Noregi. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í þurrkuðum vörum sem framleiddar eru fyrir Nígeríumarkað, en þær samanstanda af þurrkuðum hausum, beinum og öðrum þeim aukaafurðum sem falla til við framleiðslu á flökum og flakaafurðum fyrir Evrópu- og Ameríkumarkað. Fyrirtækið hefur mjög sterka stöðu á markaðinum í Nígeríu þar sem það starfar. Einnig hefur fyrirtækið sinnt sölu á fiskafurðum á aðra markaði og þá helst til Asíu.

Starfsemin
Aðsetur fyrirtækisins er á Dalvík og starfa hjá því þrír starfsmenn sem stendur, Elvar Einarsson framkvæmdarstjóri, Heiða Hilmarsdóttir skrifstofustjóri og Snorri Eldjárn Hauksson, fjármálastjóri. Fyrirtækið hefur verið þátttakandi í Fiskideginum mikl frá upphafi og hefur bás fyrirtækisins og klæðnaður starfsmanna vakið mikla athygli gesta auk þess sem harðfiskurinn sem gefinn er til smakks hefur verið afar vinsæll meðal gesta hátíðarinnar.

Verkefni
Árið 2003 hafði Salka – Fiskmiðlun hf. ásamt Klofningi ehf. á Suðureyri frumkvæði að þátttöku íslenskra og færeyskra skreiðarframleiðenda og flutningsaðila þeirra í samfélagsverkefni í Nígeríu sem nefnt hefur verið Augnaðgerðarverkefnið í Calabar. Um er að ræða stuðning við sjúkrahús sem sérhæfir sig í augasteinaaðgerðum á fátæku fólki sem er orðið blint vegna skýs á auga. Eru þessar aðgerðir sem eru sjúklingunum að kostnaðarlausu nú orðnar yfir 40.000 talsins frá upphafi svo að vegna þessa verkefnis eru nú, þegar þetta er skrifað, rúm 40.000 þakklát augu sjáandi sem áður voru blind.

Ráðhúsinu / Pósthólf 98
620 Dalvík
4661875
Þjónustuflokkar
Upplýsingar
Fyrirtækjaskrá Staðsetning á korti

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd