Saltkaup hf. var stofnað 30. janúar 1990 í þeim tilgangi að flytja inn og selja salt og var Jón Rúnar Halldórsson fyrsti framkvæmdastjóri félagsins. Stofnfundurinn var haldinn að Hótel Sögu og á fundinn mættu 30 saltfiskframleiðendur. En skv. fundargerðarbók þá voru stofnendur félagsins 20 talsins.
Sagan
Fyrsta starfstöð Saltkaupa hf. var í Keflavík í samvinnu við Skipafgreiðslu Suðurnesja en árið 1991 voru höfuðstöðvar fyrirtækisins fluttar til Hafnarfjarðar og hafa verið þar síðan.
Í mars 1990 kom fyrsta skipið á vegum félagsins til landsins og gengu fyrstu tvö rekstrarárin nokkuð vel og var almenn ánægja með starfsemi félagsins og útkomu en í september 1991 kom upp kopargula hjá einum framleiðanda og sú uppákoma reyndist félaginu erfið fjárhagslega. Næstu 2 árin skiptust á skin og skúrir en rektsrarumhverfið var almennt erfitt og gjaldþrot í greininni settu strik í reikninginn. Í byrjun árs 1994 var tekið kauptilboði frá SÍF hf – Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda hf. í allt hlutafé félagsins að undanskildum hlut Jóns Rúnars Halldórssonar framkvæmdastjóra. Í október 1996 var gerður samningur við Marine Salt trading Company um innkaup á salti og hefur sá samningur verið endurnýjaður reglulega. Gerður var samningur um flutning á öllu lausu salti við Nesskip hf. árið 1997.
Saltkaup í eigu SÍF óx ásmegin og mikil breyting varð á rekstri félagsins þann 1. júlí 1999 þegar Saltkaup tók yfir öll umbúðamál og íbætiefni sem SÍF og Íslandssíld sáu um áður. Árið 2000 þá tók Saltkaup yfir sölu og innkaup á umbúðum fyrir frystar afurðir sem áður höfðu verið undir merkjum Íslenskra Sjávarafurða. Árið 2004 var stofnað að frumkvæði Saltkaupa hf. fyrirtækið Saltkeyp sp/f en megin tilgangur þess var að selja salt í Færeyjum. Árið 2005 verður samruni félaganna Saltkaup hf., Salta ehf. og Hlér ehf. undir formerkjum Saltkaupa hf. Aðaleigendur eftir þann gjörning voru Jón Rúnar Halldórsson og Guðmundur Ásgeirsson.
Byggð var skemma undir umbúðalager félagsins að Cuxhavengötu 3 í Hafnarfirði á sama athafnasvæði og saltrekstur félagsins sem keyptur var af Hafnarbakka ehf. Athafnasvæði félagsins á suðurbakka Hafnarfjarðarhafnar er 12.902 fm. Breytingar urðu á eignaraðild um mitt ár 2007 er eignarhaldsfélag Saltkaupa ehf. keypti alla hluti í félaginu. Eigendur eignarhaldsfélagsins (síðar EHS ehf.) voru Guðmundur Ásgeirsson, Pétur Björnsson, Hilmar Þór Hilmarsson og Ólafur Steinarsson. Jón Rúnar Halldórsson hætti störfum sem framkvæmdastjóri í árslok 2007 eftir 18 ára starf í þágu félagsins. Björn Ingi Knútsson tók við starfi framkvæmdastjóra 1. janúar 2008 og gegndi því starfi til 1. desember árið 2009 þegar núverandi framkvæmdastjóri Hilmar Þór Hilmarsson hóf störf. Gunnhildur Ólafsdóttir skrifstofustjóri hætti störfum árið 2012 eftir 17 ára starf hjá félaginu.
Á árinu 2017 keypti norska félagið GC Rieber Salt AS allt hlutafé í Saltkaupum ehf. GC Rieber Salt AS hefur á undanförnum áratugum tryggt sér mjög sterka stöðu í sölu og dreifingu á salti bæði í Noregi og Danmörku og því þótti þeim áhugavert að sameina krafta sína í þessum löndum við Ísland. Ári eftir kaupin þá var tekin ákvörðum um að allur umbúðarekstur yrði seldur frá félaginu í félagið Saltkaup Nordic ehf. sem hóf starfsemi 1. janúar 2019 undir framkvæmdastjórn Hilmars Þórs HIlmarssonar yngri sem hafði verið starfsmaður Saltkaupa um árabil. GC Rieber heldur á þriðjungi í því félagi á móti norskum kjölfestu fjárfesti Nordic Embalasje AS. Árið 2020 fagnar Saltkaup því 30 ára afmæli. Félagið hefur verið í góðum rekstri til langs tíma og verið valið sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri samkvæmt styrkleikamati Creditinfo hvert ár frá árinu 2013 eða samtals 8 ár.
Síðustu tvö ár hafa áherslur færst yfir á þjónustu við saltfiskverkendur og umferðar öryggi á vegum landsins. Má því með sanni segja að félagið sé komið aftur á þann grunn sem það var stofnað á árið 1990.
Aðalstarfsemi er enn í Hafnarfjarðarhöfn en einnig er félagið með geymslur í Grindavík og á Grundarfirði. Allt salt kemur til landsins í heilförmum og þegar mest var flutti félagið inn yfir 80.000 tonn af salti á ári. Fiskisalt kemur í dag alfarið frá Zarsiz í Túnis en vegasalt mestmegnis frá Torrevieja á Spáni. Síðustu ár hefur þjónusta við fiskverkendur færst að hluta til yfir í pokað salt í tonnasekkjum.
Samhliða því að saltfiskverkun hefur færst á færri staði þá hafa hafnarviðkomur minnkað verulega á landinu. Á árum áður fóru flutningaskip á vegum Saltkaupa inn á fjölmarga staði allt í kringum landið þar sem losuð voru 50-300 tonn á hverjum stað. Í dag koma skip félagsins helst við auk Hafnarfjarðar á Grundarfirði, Patreksfirði, Dalvík, Húsavík, Djúpavogi, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum og Grindavík. Að jafnaði þurfa að vera til í landinu talsverðar birgðir af salti til þess að mæta kröfum fiskverkenda, bæjar- og sveitarfélaga ásamt Vegagerð.
Fjárhagslegur styrkur Saltkaupa og viðskiptasambönd núverandi eigenda þess gefur félaginu afburðar stöðu á markaðinum.
Samfélagsleg ábyrgð
Samfélagsleg ábyrgð Saltkaupa ehf felst fyrst og fremst í því að standa við sínar skuldbindingar varðandi öruggar greiðslur til þess opinbera og gæta þess að starfsmenn, birgjar og viðskiptavinir njóti þess sem þeim ber. Markmið að standa við alla gerða samninga.
Saltkaup ehf. leggur mikla áherslu á að starfa að heilindum með langtíma hagsmuni að leiðarljósi fyrir fyrirtækið og viðskiptavini.
Stjórnendur og starfsfólk
Styrkur Saltkaupa ehf. hefur ekki síst falist í sérþekkingu afburða starfsfólks og má geta þess að í dag starfa tveir starfsmenn með yfir 20 ára starfsaldur hjá félaginu en það eru þau Elínborg Sigvaldadóttir bókari og Flosi Þórir Jakobsson sölustjóri .
Guðmundur Ásgeirsson gjarnan tengdur við Nesskip var einn af aðaleigendum félagsins frá 2005-2017 og hefur á sama tíma setið í stjórn þess sem stjórnarformaður frá 2005-2007 en sem meðstjórnandi frá 2007 fram á daginn í dag.
Fyrsta aðalstjórn félagsins var skipuð eftirfarandi:
Varastjórn:
Félagslegir endurskoðendur:
Löggiltur endurskoðandi:
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd