Samsmíða ehf.

2022

Það var árið 2017 sem Adam Jónsson stofnaði fyrirtækið Samsmíða ehf. Tveimur árum seinna eða 2019 kaupir Viggó Guðmundsson sig inn í fyrirtækið. Samvinna þeirra hefur gengið einstaklega vel.

Starfsemin
Fyrirtækið er í raun verkstæði á hjólum og hefur ekki fastar bækistöðvar. Starfsemi þess hefur ávallt snúist mest um að sinna verkefnum fyrir einstaklinga í höfuðborginni og nágrenni. Talsvert hefur þó verið um verkefni í sumarbústöðum úti á landi en þó í nágrenni borgarinnar. Það er alltaf gott og tilbreyting að sinna verkefnum utan borgarskarkalans. Samsmíða ehf. er auðvitað í samkeppni við aðra verktaka. Verkefni á markaðnum eru þó ærin og við fögnum öllum þeim iðnaðarmönnum og -konum sem á hamri geta haldið og unnið að því að bæta okkar fallegu byggðir. Í upphafi voru það eigendurnir tveir sem sinntu þeim verkefnum sem gáfust en starfsmannaþörfin er mismunandi. Sem stendur eru tólf starfsmenn á fullu hjá Samsmíða ehf. „Þetta eru allt miklir gæðadrengir sem kunna vel til verka”, sagði Adam Jónsson í viðtali við blaðamann DV sem var með kynningu á Samsmíða snemma í ágúst 2019.
Samsmíða ehf. hefur fagmensku, stundvísi og vönduð vinnubrögð að leiðarljósi. Á bakvið Samsmíða býr margra ára fjölbreytt reynsla. Starfsmenn Samsmíða hafa víðtæka þekkingu allt frá húsgagnasmíði til stærri verkefna. Samsmíða tekur að sér að vinna:
Pallsmíðar – Innréttingar – Gólfefni – Veggir – Loft – Nýsmíði – Viðhald – Úti sem Inni.
Adam Jónsson og Viggó Guðmundsson eru húsa- og húsgagnasmiðir en þeir útskrifuðust báðir sem húsasmiðir úr Iðnskólanum í Hafnarfirði árið 2010. Adam hefur síðan klárað húsa- og húsgagnasmíðameistarann og útskrifast sem byggingariðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. „Það hefur verið sérlega gott sumar fyrir húsasmiði á höfuðborgarsvæðinu og víðar á Íslandi enda hefur verið sólríkt, þurrt og lygnt. Fólk er farið að huga núna að haustinu og við höfum mikið verið í að laga þök, rennur og glugga. Undanfarin tvö sumur hefur ekki verið nægilega gott veður fyrir þessa vinnu en núna eru margir að drífa í þessu enda er veðrið alveg tilvalið. Það er augljóst að það er vöntun á góðum smiðum enda er feykinóg að gera hjá okkur en við getum alltaf bætt á okkur verkefnum og góðum fagmönnum í þau. Og það vantar greinilega smiði út á landsbyggðina líka. Við höfum til dæmis mikið verið að dytta að sumarbústöðum víða um Suðurland. Þá höfum við verið mikið í Kjósinni, á Hellu og víða um Reykjanesið eins og Vatnsleysuströnd. Það er gaman að fá að vera úti í sólinni og æðislegt að komast út úr bænum.
Við tökum að okkur afar ólík verkefni enda allir með mikla og fjölbreytta reynslu. Við sjáum um alhliða smíðar, húsgagnasmíði og innréttingar, leggjum gólfefni, smíðum gifsveggi, stiga, glugga, loft og sjáum um viðhald og nýsmíði úti sem inni. Það er um að gera að senda okkur fyrirspurn á vefsíðunni okkar samsmida.is ef fólk hefur hug á framkvæmdum. Við komum og skoðum verkið og það kostar ekkert að fá tilboð.“
Reksturinn
Velta fyrirtækisins hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun.
Samsmíða ehf. er með aðsetur að Móabarði 12 í Hafnarfirði. www.samsmida.is

COVID-19
Í heimsfaraldrinum hefur þess verið gætt að fara að öllum reglum og tilmælum Almannavarna varðandi fjarlægðarmörk og sóttvarnir.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd