Árið 2025 var haldinn ársfundur í Hörpu undir yfirskriftinni „Krafturinn sem knýr samfélagið“. Þar var fjallað um útflutning, samkeppnishæfni og verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi. Í nóvember var Umhverfisdagur atvinnulífsins haldinn með áherslu á gagnsæi og loftslagsmál, og veitt voru Umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir framúrskarandi verkefni og fyrirtæki. Samtökin tóku einnig virkan þátt í umsögnum um lagafrumvörp og stefnumótun, meðal annars um atvinnustefnu Íslands til 2035.
Árið skilaði stöðugleikasamningurinn verulegum árangri. Verðbólga lækkaði, vextir fóru niður og kaupmáttur jókst. Ársfundur atvinnulífsins var haldinn í Hörpu í september með áherslu á græna orku og umhverfislausnir. Í ársfundi og skýrslum samtakanna var fjallað um jafnrétti, sjálfbærni, menntamál og alþjóðleg samskipti sem lykilþætti í framtíðarsýn atvinnulífsins.
Árið 2023 lögðu Samtök atvinnulífsins áherslu á stöðugleika í efnahagsmálum og vinnumarkaði. Vinna hófst við gerð langtímakjarasamninga til að draga úr verðbólgu og lækka vexti. Ársfundur atvinnulífsins var haldinn í Borgarleikhúsinu í október undir yfirskriftinni „Samtaka um aukna hagsæld“, þar sem rætt var um launaþróun, kjaraviðræður og framtíð vinnulöggjafar.
Stjórn SA 2021-2022.
2. febrúar 1990, nýr kjarasamningur á milli aðila vinnumarkaðarins, ríkisstjórnarinnar og Stéttarsambands bænda undirritaður í Karphúsinu. Svokölluð Þjóðarsátt eða þjóðarsáttarsamningur. Frá vinstri: Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, Haukur Halldórsson formaður stéttarsambands bænda og Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ. / Ljósm. Gunnar V. Andrésson (gva).
1987, aðalfundur Vinnuveitendasambands Íslands á Hótel Sögu, framkvæmdastjóri samtakanna í ræðustól, Þórarinn V. Þórarinsson.
Samtök atvinnulífsins (SA) eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs. Samtökin eru í forystu um samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðlar að arðbæru, fjölbreyttu og ábyrgu atvinnulífi sem bætir lífskjör allra. Samtökin annast samskipti við stjórnvöld og stéttarfélög og gera kjarasamninga fyrir hönd aðildarfyrirtækja sem hafa falið samtökunum umboð til samninga. Í hverri samningalotu gera SA u.þ.b. 130 kjarasamninga við 70 stéttarfélög sem ákvarða með beinum hætti kjör um 110 þúsund launamanna. Lög nr. 55/1980 kveða á um að laun og önnur kjör sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um skuli vera lágmarkskjör. Þessi lög gera það að verkum að kjarasamningar SA gilda ekki einungis fyrir aðildarfyrirtæki þeirra heldur fyrir öll þau fyrirtæki sem ekki kjósa að eiga aðild að samtökunum. Fyrirtæki sem standa utan SA, en njóta þeirrar þjónustu SA að gerðir séu fyrir þau kjarasamninga, eru þannig í hlutverki laumufarþega, á ensku „free riders“. Þessu er ólíkt farið hjá launafólki þar sem nánast er aðildarskylda að stéttarfélögum á Íslandi vegna forgangsréttarákvæða kjarasamninga. SA leiðbeina aðildarfyrirtækjum um framkvæmd kjarasamninga, önnur vinnumarkaðsmál auk þess sem SA aðstoðar félagsmenn við að greina og styrkja rekstur sinn í gegnum rekstrarráðgjöf samtakanna. Auk þessa aðstoða samtökin aðildarfyrirtækin við að fylgjast með rekstrarumhverfinu með margvíslegum greiningum og upplýsingagjöf.
Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um 70 prósent launafólks á almennum vinnumarkaði
Yfir tvö þúsund fyrirtæki í nánast öllum atvinnugreinum eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Hjá aðildarfyrirtækjum SA starfa um á milli 90 og 100 þúsund starfsmenn og greiddu þau samtals 500 milljarða króna í laun árið 2019. Þetta samsvarar allt að sjötíu prósent starfsmanna eða launagreiðslna á almennum vinnumarkaði. Öflugt og arðbært atvinnulíf er undirstaða velferðar og góðra lífskjara en með eflingu atvinnulífs batnar hagur allra landsmanna. Aðild að Samtökum atvinnulífsins er sæti við borðið þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í íslensku atvinnulífi og tækifæri til að hafa áhrif á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja.
Innan SA eru sex aðildarsamtök sem starfa á grundvelli atvinnugreina. Fyrirtæki gerist aðili að SA með inngöngu í eitthvert eftirtalinna aðildarfélaga og öðlast þar með tvíþætta aðild að samtökunum:
Samorka – Samtök orku- og veitufyrirtækja
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
Samtök fjármálafyrirtækja (SFF)
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)
Samtök iðnaðarins (SI)
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)
Saman mynda þessi félög sterka heild sem veitir fyrirtækjum á Íslandi margvíslega þjónustu og eru jafnframt öflugur málsvari atvinnulífsins. Í aðildarsamtökum SA er unnið að hagsmunamálum og framþróun viðkomandi atvinnugreina. Þar býðst félagsmönnum meðal annars aðgangur að ýmis konar fræðsluefni og starfi, lögfræðilegri aðstoð og annarri þjónustu sérfræðinga.
Samtök atvinnulífsins
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina