Securitas

2022

Öryggisfyrirtækið Securitas, sem hefur verið leiðandi á markaði öryggisfyrirtækja í meira en 40 ár, sérhæfir sig í stafrænum og nútímalegum heildarlausnum öflugra og tæknilegra öryggiskerfa sem henta ýmist heimilum eða fyrirtækjum. Á þessum 40 árum hefur tæknin breyst mikið og Securitas hefur fylgst vel með þeirri þróun hér heima sem og erlendis. Erlendir birgjar eru vandlega valdir og leitast er við að tengjast vottuðum stórum birgjum. Lausnir Securitas innihalda bæði innbrots- og brunaviðvaranir ásamt tengdum búnaði.
Öryggiskerfin eru beintengd við stjórnstöð Securitas sem opin er allan sólarhringinn og er séð til þess að ávallt sé brugðist skjótt við öllum neyðarboðum. Hjá Securitas starfar mikill fjöldi sérþjálfaðra öryggisvarða sem eru sífellt til taks, allan sólarhringinn, ýmist í staðbundinni gæslu eða farandgæslu. Uppsetning öryggisbúnaðar er í höndum tæknisviðs fyrirtækisins en þar er boðið upp á alls kyns möguleika og lausnir sem eru sérsniðnar að þeim þörfum sem eru fyrir hendi hjá hverjum viðskiptavini fyrir sig. Þannig að lausnin getur verið sambland af tækni og vinnuframlagi. Samfara allri þessari þjónustu er leitast við að byggja upp öflugt forvarnarstarf með öryggisjónarmið að leiðarljósi og samfélagslega ábyrgð.

Upphafið og framgangurinn
Í upphafi þótti öryggisþjónusta af þessum toga mikil nýlunda og því tók nokkur ár að byggja upp traust viðskiptavina gagnvart þjónustu sem þessari. Það tókst og greinilegt var að þörfin var til staðar því síðan þá hefur Securitas vaxið, dafnað og þróast í það sem það er í dag.
Securitas er með höfuðstöðvar í Skeifunni 8 í Reykjavík en þar að auki með starfsstöðvar á fimm stöðum utan höfuðborgarsvæðisins, en þær er að finna á Akureyri, á Akranesi, í Reykja-nesbæ, á Eskifirði og á Selfossi. Starfsmannafjöldinn telur í dag um 500 manns og þjónusta þeir um 15.000 viðskiptavini víðsvegar um landið. Starfsemi fyrirtækisins hefur stækkað og þróast í gegnum árin. Í dag skiptist fyrirtækið upp í sölu og þjónustusvið, tæknisvið, gæslusvið, stafræna þróun, mannauðssvið og fjármálasvið. Í starfsmannahópnum erum við með flesta í öryggisgæslu en einnig er mjög stór hópur tæknimanna sem starfar hjá Securitas, auk þessa starfa margir sérfræðingar, vörustjórar, viðskiptastjórar og verkefnastjórar hjá fyrirtækinu.

Öryggisgæsla
Allir þeir sem ráðast til starfa sem öryggisverðir undirgangast bakgrunnsskoðun og ítarlega starfsþjálfun þar sem t.d. er farið í gegnum uppbyggingu á innviðum fyrirtækisins, gildum og menningu, grundvallaratriði skyndihjálpar, meðferð slökkvibúnaðar, uppbyggingu stjórnsýslukerfisins, s.s. vinnubrögð lögreglu og slökkviliðs, hvernig stjórnstöð og útköll ýmis konar ganga fyrir sig, ýmis lög og reglur, fræðsla um ógnandi hegðun svo eitthvað sé nefnt.
Öryggisverðir sinna ýmist farandgæslu, staðbundinni gæslu eða fjargæslu í stjórnstöð. Að auki taka þeir að sér afmörkuð sérverkefni eins og verðmætaflutninga fyrir fjármálastofnanir, hliðvörslu fyrir stórfyrirtæki, rýrnunareftirlit í verslunum, húsvörslu í fjölbýlishúsum, svörun við boðum frá öryggishnöppum fólks og eftirlits og frágangsferðir. Einnig er hægt að kaupa þjónustu á borð við Öryggisstjóra að láni og Eldvarnarfulltrúa sem sinnir eldvarnareftirliti fyrir fyrirtæki.
Staðbundin öryggisgæsla þýðir að öryggisvörður sinnir einum ákveðnum viðskiptavini með stöðugri viðveru á sama svæði. Nærtækt dæmi eru yfirsetur hjá Landsspítalanum ásamt yfirsetum tengdum heimsfaraldrinum. Farandgæsla snýst um eftirlit með stærri athafnasvæðum, s.s. hverfum þar sem örðugra reynist að koma fyrir öryggisútbúnaði og/eða þjónustan er sambland af tækni og vinnuframlagi. Öryggisvörðum er úthlutað ákveðnum fjölda eftirlitsferða í ákveðin fyrirtæki en þar er sérstaklega gengið úr skugga um hvort öll öryggiskerfi eða tækjabúnaður sýni af sér eðilega virkni auk þess sem allar óæskilegar mannaferðir eru kannaðar. Þessi þjónusta þykir henta sérstaklega vel ef vakta þarf tímabundið ákveðin svæði eins og byggingasvæði, bílastæði eða íþróttavelli. Fjargæsla fer fram í stjórnstöð Securitas í Skeifunni 8. Þetta er í raun þungamiðja starfseminnar þangað sem öll möguleg neyðarboð berast og öll fjarskipti við öryggisverði fara fram. Stjórnstöðin geymir umfangsmikinn og fullkominn fjargæslubúnað fyrir þúsundir íslenskra heimila og fyrirtækja. Þar eru eignir viðskiptavina sívaktaðar allan sólarhringinn, hvort heldur er að næturlagi, á vinnutíma eða á meðan skroppið er í frí. Ef búnaðurinn greinir óæskilegan umgang, reykmyndun eða vatnsleka eru neyðarboð send til stjórnstöðvar sem síðan kallar þá til viðeigandi aðstoð öryggsvarða ef þurfa þykir. Einnig eru allir öryggishnappar beintengdir stjórnstöðinni. Hnappþegar treysta á snögg viðbrögð öryggisvarða sem geta farið inn á heimili og aðstoðað þegar þess er óskað. Þeir öryggisverðir sem sinna þessum útköllum eru með góða þjálfun í skyndihjálp auk viðbótar þjálfunar í skyndihjálp með EMT staðli (Emergency Medical Technician) sem er sama grunnnám og sjúkraflutningamenn taka hér á landi.

Tæknisvið
Á tæknisviði vinna um 100 manns á degi hverjum. Hefðbundið þjónustuferli hefst gjarnan hjá vörustjórum eða viðskiptastjórum á þarfagreiningu og úttekt á þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi hjá viðkomandi viðskiptavini. Að því loknu er uppsetningin sérsniðin í réttu samræmi við umfangið á hverjum stað fyrir sig. Þegar kemur að búnaði, bjóðast ýmsir valkostir sem henta bæði heimilum og fyrirtækjum en hinn sameiginlegi tilgangur snýst um að koma í veg fyrir hvers kyns tjón af völdum innbrota, bruna, óvænts vatnsleka eða öðru slíku. Þannig hefur Securitas fyrirliggjandi háþróuð og nákvæm viðvörunarkerfi sem innihalda t.d. fjölþættar gerðir skynjara, segullokanir og sírenur, ásamt meðfylgjandi handslökkvibúnaði. Kerfin búa að breytilegri virkni og eru í raun sérhönnuð til bregðast við mismunandi hættum sem geta steðjað að hverju sinni. Eins og að líkum lætur er öryggisvörn fyrirtækja jafnan mun margbrotnari og umfangsmeiri heldur en þegar hefðbundin heimili eiga í hlut. Víðfem og opin athafnasvæði eru ósjaldan yfirgefin að kvöld- og næturlagi og standa því gjarnan berskjölduð gagnvart þjófnuðum, eldsvoðum eða annari mögulegri hættu. Á undanförnum árum hefur komið á markaðinn sífellt fullkomnari öryggisbúnaður til handa fyrirtækjum og stofnunum en Securitas hefur tekið rækilegan þátt í þessari þróun. Nærtækustu dæmin eru háþróuð aðgangsstýri- og hússtjórnarkerfi við innganga atvinnuhúsnæða og fjölbýlishúsa, myndavéla- og þjófavarnarkerfi fyrir verslanir og stærri fyrirtæki ásamt öflugum úðakerfum sem henta fyrir hvers kyns aðstæður. Securitas er fyrst og fremst tækni- og þjónustufyrirtæki og því hefur mikið verið horft til ýmissa stafrænna lausna sem skila sér beint til viðskipavina í bættu vöruframboði og þjónustu. Securitas horfir á heildarlausnir fyrir fyrirtæki og því er mikil áhersla lögð á samkeppnishæft starfsfólk sem veitir góða þjónustu til að aðstoða núverandi og væntanlega viðskiptavini í heildarlausnum ásamt góðu vöruframboði. Nýlega opnaði fyrirtækið nýja heimasíðu og vefverslun sem auðveldar allt aðgengi að vöru og þjónustuframboði og mikið hefur verið lagt í innviðabreytingar svo sem bætt þjónustuver og CRM kerfi til að þjónusta viðskiptavininn sem best.
Allar nánari upplýsingar má nálgast inn á vefsíðunni: www.securitas.is

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd