Sena ehf.

2022

Sena er upplifunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða viðburðum og afþreyingu fyrir einstaklinga og fyrtæki.

Starfsemin
Starfsemi Senu skiptist í tvö grunnsvið: Viðburði og afþreyingu.
Undir viðburðasviðið heyra annars vegar lifandi viðburðir fyrir almenning, svo sem tónleikar, uppistönd og Iceland Airwaves og hins vegar sérsniðnir fyrirtækjaviðburðir, svo sem ráðstefnur, hvataferðir og árshátíðir.
Undir afþreyingarsviðið heyrir dreifing kvikmynda, Playstation og rekstur Smárabíós, Háskólabíós og Borgarbíós.
Sena er skráð ferðaskrifstofa og DMC og hefur í fjölda ára aðstoðað innlend og erlend fyrirtæki að upplifa Ísland á einstakan hátt.

Starfsemi Senu skiptist í 5 svið
Kvikmyndir – Sena er umboðs- og dreifingaraðili fyrir Sony Pictures á Íslandi. Sena vinnur einnig mjög náið með flestum íslenskum kvikmyndagerðarmönnum, t.d. RVK Studios, Zik Zak, Kisi og margir fleiri.
Kvikmyndahús – Sena rekur kvikmyndahús á þremur stöðum: Smárabíó í Kópavogi, Háskólabíói í Reykjavík og Borgarbíó á Akureyri.
Tölvuleikir – Sena er umboðsaðili PlayStation og Electronic Arts, Sony Computer Entertainment, Konami, Actavision, Take 2 Interactive, THQ, Atari, Sega og Vivendi Games.
Lifandi viðburðir – Sena hefur fengið mörg stærstu nöfn rokksins til að koma hingað auk poppstjarna og meistara klassískrar tónlistar, sem og stórtónleika með íslenskum stjörnum, viðburði og uppistönd.
Fyrirtækjaviðburðir – Sena býr yfir mikilli sérhæfingu og þekkingu á öllu því sem tengist ráðstefnuhaldi og sérsniðnum hvata- og lúxusferðum. Sena sér einnig um skipulagningu á árshátíðum og stærri fyrirtækjaviðburði þar sem höfuðáhersla er lög á framúrskarandi og alhliða þjónustu.

Eigendur, stjórnendur
Jón Diðrik Jónsson á 95% hlutafjár í gegnum Draupni fjárfestingafélag, aðrir eigendur eru Konstantín Mikaelsson, Sólveig Þórarinsdóttir, Lilja Ósk Diðriksdóttir, Lára B. Pétursdóttir, Ólafur Þór Jóelsson, Sindri Ástmarsson og Ásdís Eva Diðriksdóttir.

Starfsfólk
Starsfólk Senu er með mikla starfsreynslu og þekkingu á sínu sviði. Mjög gott félagslíf ríkir á skrifstofunni. Sem dæmi um viðburði eru árlegt gólfmót, jólahlaðborð með jólaleynivini og reglulegar bíóferðir. Skrifstofa Senu er í Smáralind, Hagasmára 1 í Kópavogi.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd