Upphafið
Sérverk var stofnað árið 1991, upprunalegir eigendur voru Elías Guðmundsson húsasmíða-meistari og Bragi Bragasson húsasmiður. Þeir ráku Sérverk saman til ársins 1993 en þá eignaðist Elías Guðmundsson fyrirtækið og hefur rekið það ásamt fjölskyldu sinni til dagsins í dag eða í um 30 ár. Í byrjun var um að ræða útboðsverk, smærri verk eins og veggjauppsetning, parketlagnir og uppsetning innréttinga ásamt öðrum verkum. Sérverk byrjaði með aðsetur í bílskúr foreldra Elíasar til ársins 1994 en þá flutti Sérverk starfsemina í Vesturvör 55. Það húsnæði varð fljótt of lítið og flutti Sérverk starfsemi sína að Akralind í Kópavogi. Þar voru fyrst skrifstofur fyrirtækisins en fljótlega hóf Sérverk að byggja nýtt húsnæði að Askalind 5 í Kópavogi. Sérverk tók í notkun hálft húsið ásamt kjallara undir innréttingaverkstæði og byrjaði smíði á innréttingum og sérsmíði innréttinga fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í ársbyrjun1998 flutti fyrirtækið í hinn helminginn og var öll starfsemin sameinuð undir einu þaki. Innréttingaverkstæðið og skrifstofur voru á sömu hæð en plötusögun og lager á neðri hæð húsins. www.serverk.is
Tæknin
Mikil þróun hefur átt sér stað í verkfærum sem til þarf, bæði í handverkfærum sem og trésmíðavélum. Sérverk hefur gætt þess vel og vandlega að fylgja þeirri þróun eftir með eflingu á sínum tækjakosti. Þetta á einna helst við í innréttingasmíðinni, þar sem tölvustýrðar vélar hafa komið fram í sviðsljósið og nákvæmni og samsetning hefur batnað til muna.
Fasteignir og endurbætur
Árið 1995 byggði Sérverk fyrsta íbúðahúsnæðið fyrir almennan markað. Í gegnum árin hefur fyrirtækið smíðað fjölda, íbúða bæði fjölbýli og sérbýli. Einnig hefur fyrirtækið tekið að sér breytingar á atvinnuhúsnæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Er þá tekið þátt í útboðum og farið eftir teikningum arkitekta við breytingar. Sérverk hefur getað nýtt innréttingaverkstæðið til að annast slík verk og boðið heildarlausnir fyrir sína viðskiptvini.
Glerveggir
Sérverk hóf árið 2002 að flytja inn breska glerveggi frá Planet sem mörg fyrirtæki hafa nýtt sér. Er þetta hugsað til að stúka af og útbúa opin rými og hefur þetta fallið vel að starfsemi Sérverks. Einnig hefur síðustu ár verið boðið uppá hljóðgler sem er mjög áhugaverður kostur, sem og hurðir sem eru mjög góðar varðandi hljóðvist.
Innréttingar
Sérstaða Sérverks er heildarlausnir í breytingum á húsnæði fyrir fyrirtæki þar sem Sérverk er með allt á sinni hendi. Smíðar fataskápa, innihurðir, eldhúsinnréttingar og baðinnréttingar og skaffar glerveggi fyrir þau fyrirtæki sem þess óska. Íbúðir frá Sérverk er öllum skilað með vönduðum og sérsmíðuðum innréttingum frá okkur. Þetta er mikill kostur og hefur mikla hagræðingu fyrir okkar viðskiptamenn og fyrirtækið sjálft í för með sér.
Framtíðarsýn
Við horfum björtum augum til framtíðar, þar sem verkefni, framkvæmdir og uppbygging byggingariðnaðarins verður stór þáttur í okkar rekstri og með okkar tækjakost og mannauð eru okkur allir vegir færir á komandi árum.
Aðsetur
Fyrirtækið hefur aðsetur í nýju húsi sem var reist árið 2017 sem er staðsett í Tónhvarfi 9 í Kópavogi, þar er 1800 fermetra vinnslusalur með 600 fm skrifstofurými, samhliða því var tækjakostur nánast allur endurnýjaður og er með því besta sem gerist í dag til innréttingasmíða.
Mannauður
Einn meginstyrkur fyrirtækisins er lítil starfsmannavelta. Þar með hefur safnast upp mikil starfsreynsla, þekking og hæfni sem mikil verðmæti eru fólgin í.
Hjá fyrirtækinu starfa að meðaltali um 26 manns sem dreifist í hinar ýmsu deildir innan fyrirtækisins, einnig er mikill fjöldi undirverktaka og aðstoðarfólks. Mikill fjöldi okkar starfsmanna eru menntaðir húsgagnasmiðir og húsasmiðir. Við erum lánsamir að hafa gott og hæft starsfólk innan okkar vébanda.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd