Sigurjónsbakarí

2022

Sigurjónsbakarí var stofnað af Sigurjóni Héðinssyni Bakarameistara þann 23. apríl 1988. Á þessum 33 árum í rekstri hefur hann af ást og alúð þjónustað viðskiptavini sína á Suðurnesjum. Bakaríið hefur ávallt verið til húsa að Hólmarði 2 í Reykjanesbæ. Árið 2017 urðu umskipti í rekstrinum og opnaði Sigurjónsbakarí stærra bakarí og kaffihús, þar sem þjónusta við viðskiptavini var stóraukin.
Hans sýn var að útbúa fjölskylduvænt bakarí þar sem ungir sem aldnir gætu komið saman og notið nýlagað kaffis og bakkelsis. Sæti er fyrir um 30 manns í bakaríinu, snyrting og barnahorn. Boðið er uppá súpu og brauð í hádeginu. Margar framleiðsluafurðir bakarísins byggja á gömlum hefðum sem enn eru vinsælar meðal viðskiptavina. Stóraukið úrval er á boðstólum á hverjum degi fyrir viðskiptavini. sigurjonsbakari.net

Starfsemin
Veisluþjónusta Sigurjóns hefur frá upphafi boðið upp á allskyns veislur, fermingarveislur, afmælisveislur og brúðkaupsveislur svo eitthvað sé nefnt. Alltaf hefur verið hægt að panta með stuttum fyrirvara og Sigurjón brugðist hratt við. Sigurjón bakari hefur yfir árin áunnið sér mikla virðingu meðal bæjarbúa og hjá íþróttafélögum á Suðurnesjum fyrir liðlegheit og góða þjónustu þegar kemur að styrkjum og ýmsum íþróttaviðburðum. Bakaríið hefur einnig notið mikilla vinsælda hjá íbúum og fyrirtækjum á Suðurnesjum um langt árabil.
Sigurjónsbakarí þjónustaði Varnarliðið í hartnær 20 ár. Samningurinn við Varnarliðið var mjög kröfuharður og framfylgja þurfti ströngustu reglum. Sigurjón lagði mikinn metnað í að standa sig og fékk reglulegar heimsóknir í hverjum mánuði frá heilbrigðiseftirliti Varnarliðsins. Bakaríið þurfti að standast ströngustu kröfur hersins varðandi hráefni, áhöld og þrif. Bakaríið stóðst þetta allt með miklum sóma og þjónaði Varnarliðinu þangað til það hvarf af landi brott árið 2006.

Bakarí og kaffihús
Gamla afgreiðsla bakarísins var orðin of lítil fyrir stækkandi sveitarfélag og löngu kominn tími á að stækka. Bæjarbúar kunna vel að meta stækkunina og hafa tekið vel á móti nýja bakaríinu. Nú geta viðskiptavinir sest niður á almennilegu kaffihúsi og fengið sér gott kaffi og kleinur eða súpu og brauð í hádeginu. Sigurjóni hafði ekki látið sig dreyma um þessar góðu móttökur varðandi stækkun bakarísins. Fyrir Covid var Sigurjónsbakarí að fá talsverðan straum ferðamanna í bakaríið og ekki leið á löngu uns komnar voru þessar fínu umsagnir á Trip Advisor enda líkaði ferðamönnunum bakkelsið. Bakaríið er opið alla virka daga frá kl. 07 til 17 en frá kl. 08 til 17 um helgar. Sigurjón hefur vakað dag og nótt yfir þessu fyrirtæki. Starfsemin hefur líka breyst með tækninni og hjálpað mannskapnum/bökurunum sem þurfa ekki lengur að mæta kl. 03 á nóttinni eins í gamla daga. Þökk sé nýjum tölvustýrðum bakarofni sem sérbakar brauðin áður en allir mæta til vinnu kl. 05. Það er mikil breyting frá því sem áður var og mikill lúxus.
Æviferill Sigurjóns Héðinssonar bakarameistara
Sigurjón Héðinsson er fæddur í Keflavik 1958 og byrjaði að læra bakarann í september 1976 hjá Ragnari Eðvaldssyni í Ragnarsbakaríi. Hann starfaði þar til 1984, en þá langaði hann að breyta til og læra meira í bakstrinum og fór til Reykjavíkur til Sveins bakara. Sigurjón starfaði þar í 4 ár við Grensásveginn og síðar í Mjóddinni en gekk alltaf með þann draum að stofna sitt eigið bakarí og ákvað því að kom heima aftur til Keflavíkur (1988) og stofna bakarí, Sigurjónsbakarí. Hann byrjaði á því að kaupa húsnæði að Hólmgarði 2 í Reykjanesbæ og fyrsti vinnudagurinn var ákveðinn 23. apríl. Á þeim tíma voru þrjú bakarí starfandi á svæðinu, Gunnarsbakarí, Valgeirsbakarí og svo Sigurjónsbakarí. Húsnæðið sem hann keypti var samtals 160 fm undir bæði bakarí og verslun. Á þeim tíma fannst mönnum það heldur lítið undir alla þessa starfsemi

Starfsfólk
Hjá Sigurjónsbakarí starfa í kringum 20 starfsmenn bæði um helgar og virka daga.

Framtíðarsýn
„Á COVID-19 tímum þarf maður að hugsa út fyrir boxið og þá datt mér í huga að opna bílalúgu til að auðvelda kúnnanum að panta vörur á netinu og sækja í lúguna. Það er verið að teikna þetta fyrir mig og ég ætla að reyna að framkvæma þetta sumarið 2021. Einnig er ég að skoða að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla viðskiptavina sem koma í bakaríið.“

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd