Sjónlag hf.

2022

Sjónlag hf. er stofnað 01. nóvember 2001, félagið var til húsa í Spönginni 39 Grafarvogi fram til október 2008 þá fluttist starfsemin i Álfheima 74 (Glæsibæ) þar sem starfsemin er þegar þetta er ritað. Mikill metnaður eigenda hefur verið grunnurinn að starfseminni.

Eigendur og stjórnendur
Gunnar Már Zoega, augnlæknir og eigandi, Jóhann Ragnar Guðmundsson, augnlæknir og eigandi, Ólafur Már Björnsson, augnlæknir og eigandi, Óskar Jónsson, augnlæknir og
eigandi, Þóra Gunnarsdóttir, augnlæknir og eigandi og Jónmundur Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri.

Viðskiptavinir og aðföng
Sjónlag veitir Íslendingum og erlendum ríkisborgurum augnlæknaþjónustu. Einstaklingar sem leita til Sjónlags eru á öllum aldri með margskonar vandamál.

Vinnulag og framleiðsluferli
Augnskoðun
Það er afar mikilvægt að fólk á öllum aldri komi reglulega í augnskoðun. Taflan hér til hliðar sýnir ráðleggingar alþjóðlegra augnlæknasamtaka.

Barnaaugnlækningar
Hvers vegna þarf að meta sjón barna?
Sjón barna þroskast á fyrstu 8 til 10 árum ævinnar. Á þessum árum myndast taugabrautir í miðtaugakerfinu. Til þess að sjónþroskinn sé eðlilegur þarf skýr mynd að koma inn á sjónhimnuna í gegnum hornhimnuna (glæruna), augastein og glerhlaup. Eftir þessi ár er erfitt að leiðrétta sjónþroska vegna letiauga.

Augnsjúkdómar
Margs konar sjúkdómar geta herjað á augun okkar. Þurr augu eru afar algengt vandamál.
Hvarmabólga (Blepharitis) er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Hrörnun í augnbotnum, algengasta orsök lögblindu á Íslandi. Gláka er hægfara ættgengur sjúkdómur sem ómeðhöndlaður getur valdið skerðingu á sjónsviði. Sykursýki getur haft mikil áhrif á augu og augnbotna. Mjög mikilvægt er að vera í reglubundnu eftirliti hjá augnlækni.
Keiluglæra (e. keratoconus) er sjúkdómur í hornhimnu augans. Sjúkdómurinn veldur sjónskerðingu en ekki blindu.
Krosstengslameðferð / Crosslinking (CXL) er eina meðferðin sem stöðvar framþróun keiluglærunnar. Excimer laser aðgerð í aðgerðinni er hornhimnan slípuð í reglulegra form og minnkar þá þörf fyrir stöðuga linsu. ICRS (e. Intra corneal ring segments) er aðgerð sem hentar allmörgum. Það eru settir litlir bogalaga plasthringir inn í hornhimnuna sem þá fær reglulegra form. Augasteinsaðgerð eldri sjúklingar með stöðuga keiluglæru, sem þurfa að fara í augnsteinaskipti vegna skýmyndunar.
Hornhimnuígræðsla á bilinu 10-20% af þeim sem eru með keiluglæru fá hornhimnuígræðslu og minna en helmingur þeirra fá nýja hornhimnu á bæði augun.
Sjónlagsaðgerðir frelsi án gleraugna, fyrsta skrefið er að fara í forskoðun, sem leiðir í ljós hvernig sjónlag þitt er. Í framhaldi af henni er hægt að skoða hvort og þá hvernig aðgerð muni henta fyrir þig. Í flestum tilfellum er aðgerð möguleg. Þó munum við ekki mæla með aðgerð nema miklar líkur séu á árangri. Augasteinsaðgerðir, augasteinaskipti hafa verið framkvæmd í áratugi og því komin mikil og góð reynsla af aðgerðinni. Stöðugt eru í þróun nýjar tegundir gerviaugasteina sem eiga það sameiginlegt að gera einstaklinga minna háða gleraugum. Aðgerð með fjölfókus augasteinum gæti komið sér vel fyrir þá sem vilja losna við gleraugu. Einn af kostum aðgerðarinnar er að sá sem hefur undirgengist augasteinaskipti á ekki á hættu að fá ský á augastein síðar meir. Fyrir þá sem vilja geta lesið án lesgleraugna er augasteinaskipti með ísetningu fjölfókus gerviaugasteins góður kostur. Ský á augasteini nefnist það þegar tærleiki augasteinsins minnkar og sjónin skerðist. Eina meðferðarúrræðið er að fjarlægja augasteininn og setja gerviaugastein í staðinn. Sjúklingar sem fá hefðbundna gerviaugasteina fá yfirleitt góða sjón, sérstaklega til að sjá frá sér. Flestir sjúklinganna þurfa þó að nota gleraugu til að sjá vel nálægt sér, t.d. við lestur. Laser, Sjónlag er eina fyrirtækið sem býður eingöngu upp á sjónlagsaðgerðir sem eru algjörlega hníflausar.
Hvað er nærsýni? Nærsýni orsakast oftast af því að augun eru of löng og því fellur fókuspunkturinn of framarlega í augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Meðferð, Hornhimnan er gerð flatari með lasermeðferð og minnkar þannig nærsýnin með því að fókuspunkturinn færist í miðgrófina. Hvað er fjarsýni? Fjarsýni er í raun það þveröfuga við nærsýni, þ.e. augað er of stutt og því fellur fókuspunkturinn aftan við augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Meðferð, með lasermeðhöndlun er hornhimnan gerð kúptari og styrkleiki hennar aukinn. Hvað er sjónskekkja? Sjónskekkja veldur því að mynd verður skökk og út úr fókus. Þessi kúpull á að vera eins og evrópskur fótbolti í laginu – í sjónskekkju er hann hins vegar eins og amerískur fótbolti í laginu. Því verður myndin skökk.
Meðferð, unnið er gegn sjónskekkju með lasermeðferð sem tekur mið af aflögun hornhimnunnar og leiðréttir þannig að kúptleiki hennar verður sá sami í öllum 360° hornhimnunnar. Linsu ígræðsla ICL, ígræðslu snertilinsu í auga (gerviaugasteins) til að leiðrétta sjónlagsgalla, með eigin augastein óhreyfðan. Valkostur fyrir þá sem hafa mikinn sjónlagsgalla og eða þunna hornhimnu. Aðgerðin er afturkræf.

Mannauður og starfsmannafjöldi
Hjá Sjónlagi starfa 10 augnlæknar, tveir sjóntækjafræðingar, tveir sjúkraliðar, fjórir ritarar og einn viðskiptafræðingur. Starfsemin skiptist í þrjú meginsvið, almenna augnlæknaþjónustu, aðgerðargang og Táralind. Stoðsvið eru miðrými, forskoðun og móttaka.

Starfsmannafélag
Virkt starfsmannafélag er starfandi, miðað er við að halda vorfagnað og árshátíð. Þar fyrir utan eru ýmsir viðburðir bæði í útiveru og skemmtunum.

Þróun
Félagið hefur vaxið jafnt og þétt frá byrjun. Fjöldi verkefna hefur aukist og markmiðið er að veita heilstæða þjónustu fyrir sjúklinga. Hjá Sjónlagi hafa verið framkvæmdar vel á annan tug þúsunda laser aðgerða og hátt í tíu þúsund augasteina aðgerða til þessa.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd