Skiltaval ehf. var stofnað í Reykjavík í janúar 2002 af Sigfúsi Heiðari Ferdínandssyni og Steingrími Þorgeirssyni. Þeir félagarnir byrjuðu með ýmis konar skiltaþjónustu, þ.á.m. að skipta um myndir í veltiskiltum fyrir Dengsa ehf. Þeir þjónustuðu einnig mörg önnur fyrirtæki, t.d. Logoflex; þar sem þeir sáu um alla uppsetningu skilta. Sumarið 2004 eignaðist Guðrún Linda Hilmarsdóttir hlut Steingríms.
Viðskiptavinir
Fyrirtækið flutti austur á Reyðarfjörð og byrjaði að þjónusta Austfirðinga. Samningur var gerður við Alcoa-Fjarðaál sem fól í sér alla skiltaframleiðslu fyrir fyrirtækið. Sá samningur er enn í gildi. Aðrir stórir viðskiptavinir eru m.a. Fjarðabyggð, Launafl, Vegagerðin og Rubix.
Viðskiptavinir Skiltavals eru flestir á svæðinu frá Hornafirði til Akureyrar, en þó eru nokkrir á höfuðborgarsvæðinu, þ.á.m. Icelandair.
Starfsemin
Skiltaval framleiðir hvers konar skilti og merkingar; bílamerkingar, bátamerkingar, álskilti, umferðarskilti, fatamerkingar, sandblástursfilmur, gluggamerkingar, sólarfilmur, prentanir á myndum svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið er mjög vel tækjum búið í alls konar skiltaframleiðslu, með hágæða prentun upp í 160 cm breidd, plöstunarvél upp í 160 cm breidd, skurðavél upp í 130 cm breidd, fatapressu, álklippur og fleira.
Starfsfólk og aðsetur
Í fyrirtækinu starfar einn starfsmaður, Sigfús Heiðar, sem einnig er framkvæmdarstjóri.
Hann hefur starfað í greininni síðan 1992. Skiltaval ehf. er til húsa að Leiruvogi 4 á Reyðarfirði, í 200 fm húsnæði. Þar hefur fyrirtækið verið staðsett frá því árið 2007.
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn Skiltavals er að efla fyrirtækið og byggja það enn frekar upp sem og að standa sig vel í þjónustu við viðskiptavini.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd