Skinney – Þinganes hf.

  • 2025
    Efling og fjárfestingar
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]
    a { text-decoration: none; color: #464feb; } tr th, tr td { border: 1px solid #e6e6e6; } tr th { background-color: #f5f5f5; }
    Þetta árið urðu rekstraráhrif vegna loðnubrests og seinkunar á síldarvertíð áberandi, og leiddu til minni tekna og lægri afkomu en árið á undan. Þrátt fyrir þetta hélt fyrirtækið áfram að efla rekstrargrunn sinn og vann að fjárfestingum sem áttu að styrkja framtíðarstarfsemina, meðal annars með kaupum á nýju uppsjávarskipi sem stefnt var að að yrði afhent síðla árs. Framkvæmdir við nýju frystigeymsluna héldu áfram samkvæmt áætlun og voru hluti af langtímauppbyggingu sem markmiðið var að auka sveigjanleika og afkastagetu í uppsjávarvinnslu.
  • 2024
    Tímamót

    Árið 2024 var tímamótár í uppbyggingu innviða, þegar hafist var handa við byggingu nýrrar sjálfvirkrar frystigeymslu á Höfn. Geymslan var hönnuð með fullkomnum tækjabúnaði og sjálfvirkum lausnum sem áttu að auka afköst og bæta nýtingu hráefnis. Stefnt var að því að mannvirkið yrði tekið í notkun fyrir árslok 2025. Áfram var unnið að umhverfisverkefnum, þar á meðal innleiðingu kerfis til staðbundinnar framleiðslu á vistvænum hreinsiefnum, sem dró úr kolefnisspori og bætti sjálfbærni í vinnsluferlum.

  • 2023
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]
    2023 stóð Skinney-Þinganes frammi fyrir áskorunum í orkumálum þegar skortur á raforku hafði áhrif á framleiðslu. Fyrirtækið þurfti að fjárfesta í olíukatli sem varaafli til að tryggja rekstraröryggi, þrátt fyrir að hafa áður byggt starfsemi sína á innlendri, sjálfbærri orku. Á sama tíma hélt fyrirtækið áfram að styrkja umhverfisstarf sitt með verkefnum sem sneru að vistvænum lausnum, meðal annars í bílaflota og endurvinnslu veiðarfæra.
  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning

    Sagan, stofnendur, eigendur
    Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Skinney-Þinganes varð til við samruna þriggja fyrirtækja árið 1999 þegar Skinney hf. og Þinganes hf. tóku höndum saman og keyptu Borgey hf. Borgey var elst þessara fyrirtækja, stofnað vorið 1946 af Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga. Saga útgerðarfélaganna Skinneyjar og Þinganess er öllu skemmri en Borgeyjar. Skinney var stofnuð í maí 1968 en Þinganes fjórum árum síðar. Voru þau dæmigerð fjölskyldufyrirtæki, stofnendur Skinneyjar voru Ásgrímur Halldórsson (1925–1996), sonur hans, Ingólfur Ásgrímsson, og Birgir Sigurðsson skipstjóri, ásamt eiginkonum sínum, Guðrúnu Ingólfsdóttur (1920–2004), Siggerði Aðalsteinsdóttur og Jónu Eðvaldsdóttur (1939–1981). Eru Birgir og Ingólfur meðal aðaleigenda Skinneyjar-Þinganess ásamt bræðrunum Gunnari og Ingvaldi Ásgeirssonum en þeir stofnuðu Þinganes í félagi við mág sinn, Sverri Guðnason (1937–1988), ásamt eiginkonum sínum, Ásgerði Arnardóttur (1946-2020), Grétu Friðriksdóttur og Erlu Ásgeirsdóttur.

    Stjórnendur
    Stjórn og varastjórn Skinneyjar-Þinganess skipa: Gunnar Ásgeirsson, formaður, Ingvaldur Ásgeirsson, Ingólfur Ásgrímsson, Katrín Ásgrímsdóttir, Margrét Ingólfsdóttir, Sigurður Ægir Birgisson og Margrét Ásgeirsdóttir. Framkvæmdastjórn félagsins skipa: Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri, Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri útgerðar og Guðrún Ingólfsdóttir, fjármálastjóri.

    Vinnulag og framleiðsluferli
    SÞ rekur þrjár verksmiðjur: fiskimjölsverksmiðju á Höfn, fjölþætta vinnslu á Höfn fyrir uppsjávarfisk, bolfisk og humar og sérhæfða vinnslu á bolfiski í Þorlákshöfn. Flestar vinnslu-línurnar eru sérsmíðaðar fyrir fyrirtækið í nánu samstarfi við leiðandi aðila á því sviði. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í flota Skinneyjar-Þinganess. Fyrirtækið gerir út tvö uppsjávarskip, tvö ný togveiðiskip, einn línubát og tvö nýendurbætt fjölveiðiskip sem geta verið á netum, snurvoð og trolli. Til að styðja við rekstur útgerðar og landvinnslu rekur Skinney-Þinganes stoðdeildir sem sinna daglegu viðhaldi og þjónustu.

    Vörur
    Skinney-Þinganes ræður yfir aflaheimildum úr margvíslegum tegundum en í grund-vallaratriðum má skipta aflanum í uppsjávarfisk (síld, loðna og makríll), bolfisk (ýsa, þorskur ufsi og fleiri tegundir) og humar. Uppsjávarfiskur er frystur, ýmist flakaðu, heill eða hausaður, en hluti aflans er unninn í mjöl og lýsi. Bolfiskur er unnin í ferskar vörur, frystar og saltaðar. Humarinn er flokkaður í verðflokka og ræður stærð og útlit humarsins mestu um flokkunina. Langstærstur hluti afurða fyrirtækisins er seldur úr landi og eru markaðir dreifðir yfir mörg lönd og heimsálfur.
    Mannauður
    Hjá Skinney – Þinganes starfa um það bil 280–300 manns að jafnaði. Mikil þekking á ólíkum sviðum er til staðar innan fyrirtækisins. Skinney-Þinganes gerir nú út sjö fiskiskip með samtals um 90 sjómönnum, við landvinnsluna starfa nálægt 140 manns og í hinum ýmsu stoðdeildum (veiðarfæragerð, vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði, viðhald fasteigna, þrifadeild, mötuneyti og skrifstofu) starfa nálægt 70 manns.
    Lögð er áhersla á að tryggja góðan aðbúnað starfsfólks og eru öryggismál í fyrirrúmi. Bakgrunnur, þjóðerni, menntun og aldur starfsfólksins er ólíkur en hópurinn er samhentur. Tækniframfarir hafa létt á mannaflaþörf en með auknum umsvifum og fjárfestingum hefur fyrirtækið getað haldið jöfnum fjölda fólks í vinnu. Yfir sumartímann hafa unglingar verið ráðnir til starfa, einkum í humarvinnslu.

  • 2012
    Samantekt úr Ísland 2010, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]
  • 2002
    Samantekt úr Ísland 2000, atvinnuhættir og menning
  • 1992
    Samantekt úr Ísland 1990, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

Stjórn

Stjórnendur

Skinney – Þinganes hf.

Krossey
780 Höfn í Hornafirði
4708100

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina