Skipavík ehf.

2022

Skipavík ehf. á rætur sýnar að rekja til ársins1907 þegar Rögnvaldur Lárusson stofnar slippinn. Ýmsar sameiningar verða og árið 1975 kaupir Vélsmiðja Kristjáns Rögnvaldssonar meirihlutann í Skipasmíðastöðinni Skipavík og var nafninu breytt í Skipavík ehf. 2005.

Starfsemin
Framan af var starfsemin mest í kringum skipasmíðar viðhald og breytingar á skipum. Í dag hefur Skipavík mjög fjölbreytta starfsemi. Í Stykkishólmi er vélsmiðja, slippur, rafmagnsdeild gúmíbátadeild, byggingardeild, lager og rekstur verslunar í sér húsnæði við Aðalgötu. Einnig á Skipavík fasteignir sem það leigir út. Í tvo áratugi hefur Skipavík unnið fyrir Norðurál Grundartanga. Fyrstu árin við uppsetningu straumleiðara og niðursetningu kerpotta í fjórum stækkunum. Síðustu 12 árin hefur Skipavík séð um kerviðgerðir og 2019 einning kerbrot og sandlástur kerja. Í lok árs 2020 festi Skipavík kaup á starfsstöð Stálsmiðjunnar /Framtak við Klafastaðarveg 2 Grundartanga og er þar með 1200 fm vélsmiðju og bættust þá ýmis verkefni við. Í loka árs 2020 störfuðu um 65 manns hjá fyrirtækinu.

Byggingardeildin
Byggingardeildin hefur verið að stækka síðustu árin og starfa um 20 manns í þeirri deild. Meðal verkefni þar má nefna Byggingar á Dröngum sem fékk hönnunarverlaun 2020 þar sem Studio Grandi voru arkitektar. Um þessar mundir er verið að vinna að breytingum á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, byggingu 5 íbúðarhúsa, sumarbústaðar og glæsilegs húsnæðis að Hólu rétt fyrir utan Stykkishólm. Skipavík rekur dráttarbrautina og vélsmiðju þar sem alltaf er eitthvað að gera.

Eigendur og stjórnendur
Eigendur Skipavíkur eru tveir Sigurjón Jónsson sem einnig er stjórnarformaður og Sævar Harðarson framkvæmdarstjóri og stjórnarmaður.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd