Skorradalshreppur nær yfir svæði sem er 216 km2 og hefur verið sveitarfélag fra því hreppafyrirkomulagi var komið á hér landi, fyrir meira en 1000 árum. Eins og nafnið ber með sér nær hreppurinn yfir allan Skorradal sem í dag hefur innan sinna marka eina fjölmennustu frístundabyggð landsins á nokkrum jörðum. Reikna má með að þar dvelji á góðum dögum um 2-3000 manns. Þrátt fyrir það eru eingöngu tæplega 60 manns sem eru með lögheimili i sveitarfélaginu.
Í hreppsnefnd Skorradalshrepps sitja:
Umhverfið
Skorradalur er syðstur þeirra dala sem ganga upp frá undirlendi Borgafjarðar. Norðan hans er Lundarreykjadalur og liggja hreppamörkin við Borgarbyggð eftir vatnaskilum á hálsinum milli dalanna. Að sunnan deilir hreppurinn merkjum með Hvalfjarðarsveit, en þau liggja um Botnsheiði, Dragafell og Skarðsheiði. Að suðvestan ná merkin yfir í Brekkufjall og þaðan i Andakílsá og úr henni upp á Hestháls. Kennileiti svæðisins eru þessi helst: Skarðsheiði með Skessuhorn og Heiðarhorn vestast á heiðinni, hæst (1054 mys). Skorradalsvatn (57 mys) er um 15km2. Vatnið er stærsta stöðuvatn á Vesturlandi og hefur verið miðlunarlón Andakilsarvirkjunar í 60 ár. Eiríksvatn (278 mys) er 0,77 km2 á eystri mörkum hreppsins. Fitjaá er útfall Eiríksvatns í Skorradalsvatn. Andakílsá er útfall Skorradalsvatns í Borgarfjörð. Áin er röskuð frá 1948 með stíflu í ósi Skorradalsvatns og stýringu Andakílsárvirkjunar, sem staðsett er þar sem áður voru Andakílsárfossar, um 5 km fra upptökum árinnar. Vatnhornsskógur á landnámsjörðinni Vatnshorni er hávaxnasti og vöxtulegasti birkiskógur á Vesturlandi og friðland skv. náttúruverndarlögum. Sígrænn skógur er víða i dalnum. Elsti reiturinn er frá 1938. Skógrækt ríkisins hefur umráð lands eða landshluta á 7 jörðum í dalnum og hefur unnið að því að opna skógana með merktum gönguleiðum. Lúpínubreiður setja mikinn svip á Skorradal, og er orðin ríkjandi um meirihluta dalsins, og niður með allri Andakílsá. Síldarmannagötur er forn þjóðleið milli Skorradals og Hvalfjarðar, vörðuð og stikuð. Leiðin er um 15 km og þægileg gönguleið. Skorradalur hefur verid vinsælt frístunda- og útivistarsvæði í 60 ár. Vöxtur frístundabyggðarinnar hófst um miðbik sjöunda áratugarins á Fitjum og Indriðastöðum. Í dag eru í Skorradal tæplega 700 frístundahús. Ef sú tala er margfölduð með þremur er búið að mynda rúmlega 2000 manna samfélag, sem er í sérstakt í samanburði við íbúafjölda Skorradalshrepps. Á síðustu 15 árum hafa sífellt fleiri sumarhús náð því að vera heilsárshús og þeim fer fjölgandi sem nýta sér tvöfalda búsetu eða flytja alfarið í húsin í dalnum. Í dag er verið að byggja nýtt aðstöðuhús við Hreppslaug sem mun bæta alla aðstöðu þar fyrir bæði heimamenn og gesti dalsins.
Meginhlutverk hreppsnefndar Skorradalshrepps er að sinna lögbundnum skyldum sveitar-félaga og eru skipulags- og byggingarmál fyrirferðarmest vegna frístundabyggðarinnar. Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022 var samþykkt á árinu 2012. Stefnt er að endur-skoðun aðalskipulagins fyrir lok þessa tíma. Einnig er í gangi vinna við friðlýsingu Fitjaengja og eins hefur verið samþykkt af ráðherra að heimatún nokkurar jarða séu „verndarsvæði í byggð“. Frekari upplýsingar um Skorradalshrepp má nálgast á www.skorradalur.is
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd