Skorri ehf. var stofnað í apríl 1978 af Erni Johnson og enn þann dag í dag er fyrirtækið rekið á sömu kennitölu. Í upphafi seldi Skorri miðstöðvarofna og aðra fylgihluti til húsbyggjenda sem vildu spara fé með því að fullgera ofnana sjálfir. Einnig seldi fyrirtækið rafgeyma af gerðinni TUDOR frá fyrsta degi. Skorri var í upphafi til húsa í Ármúla 28 og fluttist svo síðar í Skipholti 35 og þaðan yfir á Laugarveg 180. Árið 1988 fluttist svo starfsemin alfarið að Bíldshöfða 12 þar sem fyrirtækið starfar enn í dag. Síðan þá hefur sölu miðstöðvarofna verið hætt og fyrirtækið einbeitt sér að rafgeymum og fleiru.
Starfsemin
Skorri ehf. varð fyrst til að bjóða upp á sólarrafhlöður hér á landi árið 1988. Fæstir höfðu þó trú á því að slíkt gæti virkað hér en helstu kaupendur voru sumarbústaðareigendur sem vildu losna við aðra birtugjafa eins og kertaljós og olíulampa. Áhyggjurnar reyndust óþarfar og hefur ennþá enginn kaupandi óskað eftir endurgreiðslu vegna óánægju með reynsluna. Síðan þá hefur bæst við fjölbreytt úrval af tengdum vörum sem hægt er að nota í sumarhúsum og öðrum afskekktum húsum eins og fjallaskálum sem ekki eru tengd við rafveitur. Má þar helst nefna ýmsar gasvörur eins og gas-kæliskápar, 12v kæliskápar með pressu, gas-vatnshitarar, gas-eldavéla-hellur og gasskynjarar með 15 ára rafhlöðu. Einnig allur tengibúnaður og leiðslur fyrir þessar vörur. Sólarrafhlöður eru líka notaðar til að hlaða inná rafgeyma við ýmiskonar aðstæður, t.d. við jarðskjálftamælingar, í fjarskiptatækjum og jafnvel í myndavélum upp á fjöllum eða jöklum. Sólarrafhlöðurnar hafa líka breyst og stækkað og afköstin aukist. Stærstu sólarrafhlöðurnar sem Skorri seldi fyrst voru 35 wött en stærstu í dag, árið 2021, er 350 wött. Hleðslustýringar hafa líka breyst mikið og er jafnvel hægt að tengja þær við síma eða internet.
Enn í dag er rafgeymasalan stærsti hluti fyrirtækisins og má finna fjölda tegunda á lager daglega eða um og yfir 220 stærðir. Nýjast á því sviði eru sérstakir rafgeymar fyrir bíla með svokölluðum „stop-start” búnaði og lithium rafgeymar fyrir mótorhjól. Sem dæmi má nefna að fyrir 20 árum voru aðeins til 15 stærðir af rafgeymum á lager fyrir mótorhjól, en núna eru þær yfir 70. Einnig eru sérstakir rafgeymar fyrir húsbíla, hjólhýsi og önnur ferðatæki sem þola hæga afhleðslu. Á Bíldshöfða rekur fyrirtækið hraðþjónustu þar sem fólk getur komið með bílana sína í rafgeymamælingu og skiptingu á rafgeymum. Þessi þjónusta er mjög vinsæl þar sem í flestum tilvikum þarf ekki að panta tíma fyrirfram. Fyrir utan rafgeyma í bíla er fjöldi gerða í önnur tæki eins og fyrir gólfþvottavélar, auk ýmiskonar varaaflsbúnaðar. Einnig hefur fyrirtækið boðið upp á sérpantanir á stórum varaafls rafgeymasettum fyrir orkuver og rafveitur. Tudor vörumerkið hefur verið aðalsmerki fyrirtækisins frá upphafi en einnig hafa bæst við nýtísku hleðslutæki frá CTEK, Exide og Mascot sem vernda og viðhalda hleðslu rafgeyma.
Vefverslun
Árið 2020 opnaði Skorri ehf. vefverslun á heimsíðu sinni skorri.is. Viðskiptavinir kunna vel að meta hana enda færist öll verslun sífellt meira á vefinn. Þar eru nú yfir 430 vörunúmer til til sölu. Með fjölgandi vöruframboði hefur velta fyrirtækisins tvöfaldast á síðustu 12 árum. Stefna fyrirtækisins er að vera ávallt í fararbroddi í sínu fagi, bjóða uppá framúrskarandi þjónustu og að starfsmenn þess séu sérfræðingar á sínu sviði, enda eru einkunnarorð fyrirtækisins: „Sérfræðingar í rafgeymum“.
Eigendur og stjórnendur
Árið 2007 skipti fyrirtækið um eigendur, en þá kaupir Magnús Kristinsson útgerðamaður í Vestmannaeyjum fyrirtækið. Þá tók Lárus Björnsson við sem rekstrarstjóri og hefur hann rekið Skorra ehf. óslitið síðan. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá 1984. Árið 2012 kaupa núverandi eigendur fyrirtækið sem þá var komið í eigu Landsbankans eftir bankahrunið 2008 í gegnum félag sitt UK fjárfesting ehf. en eigendur þess eru Úlfar Steindórsson og Kristján Þorbergsson eigendur Toyota á Íslandi. Í dag starfa fjórir starfsmenn hjá Skorra ehf. í fullu starfi. Þeir eru: Lárus Björnsson rekstrarstjóri, Björn Finnbogason, Axel Ólafur Pétursson og Kári Gunnar Stefánsson.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd