Sky Lagoon

2022

Á fallega björtum degi 30. apríl 2021 opnaði Sky Lagoon á Kársnesi, Kópavogi. Mikil dulúð var yfir verkefninu og lítið sem ekkert fréttist af framkvæmdunum í fréttamiðlum. Eftir afhjúpun og opnun stóðu viðbrögðin ekki á sér og fólk var jafn hissa og það var heillað. Einungis 15 mánuðir liðu frá fyrstu skóflustungu þar til draumaveröldin við sjávarsíðuna tók á móti sínum fyrstu gestum. 

Nafnið 
Það tók langan tíma að velja nafn á Sky Lagoon. Eitt verður þó víst, og það er að himinninn og veðrið mun alltaf spila gríðarstórt hlutverk í útsýni lónsins. Það er fegurð þeirra sem skilur okkur gjarnan eftir agndofa þegar við njótum þess að baða okkur í lóninu. Hvort sem það er bleikt sólarlag að sumri eða stjörnubjart vetrarhvolf þá verður himininn alltaf stórt karaktereinkenni lónsins og mikið aðdráttarafl. Því varð nafnið Sky Lagoon að endingu fyrir valinu.  

Óður til íslenskrar baðmenningar og sögu
Baðmenning Íslendinga er mikilvægur hluti af þjóðarsálinni og sögu okkar og er Sky Lagoon óður til hennar, náttúru og sögu Íslands. Leitast er við að kynna og varðveita gamlar byggingarhefðir og er Torfbærinn og endurgerð Snorralaugar okkar uppáhalds dæmi um það markmið. Tignarleg klömbruhleðsla sem umlykur inngang baðstaðarins blasir við gestum í upphafi og við tekur samspil hefða og nútímalegrar hönnunar í gegnum allt ferðalagið. 7-skrefa Ritúal spa meðferð setur heilsu og vellíðan í fyrsta sæti. Heilunarmáttur heita og kalda vatnsins, blautgufan, þurrgufan og ferska sjávarloftið stuðla að vellíðan og efla líkama og sál. Þá er dáleiðandi að fylgjast með sjónarspili hafs og himins með heillandi undirspili vatns- og sjávarniðs. Tíminn týnist og þú finnur huggarró við sjávarsíðuna.

Bakhjarlar
Verkefnið er í eigu Nature Resort ehf. og hafa aðaleigendur félagsins, stýrt uppbyggingu í samvinnu við afþreyingar- og ferðaþjónustu fyrirtækið Pursuit. Sky Lagoon er ein stærsta og jafnframt flóknasta framkvæmd í ferðaþjónustu á Íslandi síðasta áratug. Hugað var að hverju smáatriði og mikil hugsun veitt hverju skrefi, enda okkur hjartans mál að koma sögu baðmenningar á Íslandi rétt til skila.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd