Sláturhús KVH ehf. (SKVH) á Hvammstanga var stofnað í janúar 2006. Stofnendur og eigendur eru Kaupfélag Vestur Húnvetninga (KVH) og Kaupfélag Skagfirðinga (KS) með helmingshlut hvort félag. KVH hafði starfrækt sláturhús á Hvammstanga frá stofnun þess 1909 og tók SKVH yfir starfsemi þess.
Stjórn félagsins skipa: Gunnar Þórarinsson, Reimar Marteinsson, Ágúst Andrésson stjórnar-formaður og Sigurjón R. Rafnsson.
Starfsemin
Starfsemin hefur verið með sama sniði í gegnum tíðina nema að síðustu ár hefur sláturtíðin verið borin uppi af erlendu verkafólki sem áður var borin uppi af bændum í sveitarfélaginu. Um nokkura ára bil flutti SKVH út ferskt lambakjöt í verslanir Whole Foods í USA.
Fyrirtækið slátrar sauðfé og er aðallega með grófvinnslu á lambakjöti en einnig sviðaverkun og reykingu á kjöti. Einnig má nefna pökkun í neytendaumbúðir á innlendan og erlendan markað. SKVH er í eigu tveggja samvinnufélaga og í samvinnu við KS í sölu og markaðsstarfi. Staða fyrirtækisins er góð. Markmið þess er að styrkja enn frekar stöðu sína á innlendum og erlendum mörkuðum með þá hágæðavöru sem íslenska lambakjötið er. Fjöldi starfsmanna sem starfa allt árið hefur verið frá 15-20 en eru um 150 í september og október þegar sláturtíðin er á fullu. Sláturhús KVH veltir c.a 1,5 milljarði króna á ári.
Staðan í greininni hefur verið sveiflukennd undanfarin á og hefur SKVH ekki farið varhluta af því
SKVH ehf. er aðili að Samtökum iðnaðarins.
Aðsetur SKVH ehf er að Norðurbraut 24, Hvammstanga. Vefsíða: skvh.is
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd