Fyrirtækið Slippurinn Akureyri ehf. var stofnað árið 2005 þegar núverandi eigendur tóku við af fyrra félagi, þ.e. Slippstöðinni hf. sem hafði verið starfrækt frá 1952. Árið 2007 keypti Slippurinn svo fyrirtækið DNG og var reksturinn sameinaður undir nafni Slippsins.
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur.
Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra.
Hjá fyrirtækinu starfa um 160 starfsmenn
Verkfræðingar, sjávarútvegsfræðingar, hagfræðingar, tæknifræðingar, rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Með tilkomu gistiaðstöðu á svæðinu, hafa möguleikar okkar til að fá viðbótarvinnuafl með skömmum fyrirvara aukist til muna.
Mikill fjöldi samstarfsfyrirtækja með víðtæka þekkingu starfar með okkur að fjölbreyttum verkefnum. Eigendur eru Estia hf. 71,27% (Samherji hf.) KEA 12% auk 7 smærri aðila.
Breytingar á starfsumhverfi
Fyrir rúmlega 20 árum var ekki óalgengt að skip færu í slipp á hverju ári. Í dag eru flest skip á 2ja eða 3ja ára slipp-plani. Skipum hefur fækkað verulega á síðustu áratugum. Endunýjun flotans kemur í stökkum og erum við nú stödd á umfangsmiklu endurnýjunarskeiði.
Fiskiskip hafa stækkað til muna og almennt er minna þol fyrir stoppi vegna slipptöku.
Betri efni og tæki spara tíma og auka endingu. Sjávarútvegsfyrirtæki, viðskiptavinir okkar, hafa eflst til muna og hafa mun meiri getu og vilja til nýsköpunar. Aukin eftirspurn er eftir nýsmíði vinnslubúnaðar Slippsins, sem við þróum í samstarfi við viðskiptavini okkar sem standa fremst meðal alþjóðlegra sjávarútvegsfyrirtækja.
Aðstaða Slippsins
Samtals um 6.000m² verkstæðispláss
Áherslur gagnvart starfsfólki
Niðurstöður starfsmannakönnunar, almenn ánægja, s.s. með næsta yfirmann, aðbúnað, tæki og starfsmannaaðstöðu
Menntun starfsmanna
DNG
Fyrirtækið DNG ehf. var stofnað af einstaklingum árið 1982 og hófst framleiðsla á færavindum 1984. Í tímans rás hefur fyrirtækið komið að hönnun og framleiðslu margskonar rafeinda- og tæknibúnaðar. Snemma komu nokkur önnur fyrirtæki að rekstrinum og lögðu lið við að koma á framfæri nýjum gerðum af færavindum. Slippurinn Akureyri ehf. keypti allt hlutafé í DNG árið 2008. Helsta framleiðsla fyrirtækisins er DNG færavindan sem er smíðuð og samsett á Íslandi. Færavindan varð fljótt vinsæl meðal smábátasjómanna, jafnt innanlands sem utan. Fyrsta gerð DNG færavindunnar var verulega frábrugðin þeirri vindu sem framleidd hefur verið undanfarin ár. Eftir því sem tæknin þróaðist var hönnuð og markaðssett ný gerð árið 1986 sem oft hefur verið kölluð sú „Gamla Gráa“ í seinni tíð. Þessi vinda var framleidd næstu fjögur árin eða til 1990 við miklar vinsældir og er hún enn víða í fullri notkun. Næstu fimm árin, eða 1990-1995, var framleidd gerð sem kallast C-5000i sem var enn frekari þróun frá fyrri gerðum. Í byrjun árs 1995 kom síðan fram C-6000i vindan sem er þá í raun fjórða kynslóðin og er hún enn í framleiðslu. Miklar framfarir áttu sér stað með tilkomu þessarar gerðar enda hafði mikil þróun átt sér stað í rafeinda- og tölvutækni. Nokkrar breytingar hafa þó orðið á C-6000i vindunni í gegnum tíðina, einkum á hugbúnaði. Framleiðsla C-6000i færavindunnar er enn í gangi en 2014 var hafin vinna við þróun fimmtu kynslóðar vindu sem þegar hefur verið kynnt undir heitinu C-7000i. DNG ehf. starfar eftir ISO 9001 vottuðu gæðakerfi og er vörumerkið DNG er vel þekkt enda hefur fyrirtækið starfað í yfir 35 ár og á þeim tíma bæði auglýst vörur sínar og tekið þátt í fjölda vörusýninga í mörgum löndum. Framtíðarsýn DNG mótast fyrst og fremst af því að halda áfram að vera leiðandi á sviði færaveiða, bæði hvað varðar tækni og gæði. Fyrirtækið vill nýta og fylgja eftir þeim nýju möguleikum sem sífellt eru að skapast samfara þróun á sviði rafeindatækni. Það hefur verið DNG mikils virði að eiga tryggan heimamarkað sem fyrirtækið hefur átt gott samstarf við í gegnum árin. Þessi nálægð við reynsluríka notendur færavindunnar er ómetanleg og hefur það oft auðveldað ýmsar prófanir og vöruþróun.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd