Smákranar

2022

Það var árið 2003 að ný tegund vinnuvéla vakti athygli hjónanna Erlings og Hildar. Þetta voru svonefndir smákranar. Það sem skipti máli var að þessum tækjum var hægt að beita á stöðum þar sem hefðbundnum krönum var ekki unnt að beita, svo sem eins og innanhúss, í görðum, kjallarabyggingum, uppi á þökum háhýsa og öðrum óaðgengilegum stöðum. Hjónin réðust í að fá til landsins fyrsta UNIC smákranann. Hlutirnir fóru hægt af stað en svo fóru sífellt fleiri verktakar að veita þessari nýjung athygli og þá einkum hve auðvelt var að beita krananum innanhúss til hífinga. Í kjölfarið jukust umsvifin og árið 2007 bættust við tveir smákranar með vaxandi verkefnum.

Starfsemin
Árið 2011 urðu svo þáttaskil í sögu Smákrana ehf. þegar fest voru kaup á P&H krana með 25 tonna lyftigetu, sem kom sér vel á stærri verksvæðum. Smákranar ehf. fengu söluumboð fyrir ítölsku JMG rafmagnssmákranana, sem eru á hjólum eins og rafmagnslyftarar. Þeir eru búnir lyftitölvu (SLI), sem tilgeinir nákvæmlega hve hátt og langt er hægt að hífa byrði. Tveir kranar, 2,5 tn og 6 tn voru keyptir og hafa sannarlega reynst frábærlega.
Það var svo árið 2015 sem stærsti krani Smákrana ehf. kom til landsins. Hann er af gerðinni Liebherr LTM 1045.1. Þetta er 45 tn bílkrani sem hentar viðskiptavinum Smákrana ehf. vel þrátt fyrir stærðina. Árið 2016 var bætt við tveimur UNIC smákrönum, UNIC 295 og UNIC 706 en sá er með 20 metra bómu og 3ja metra jibb framlengingu.
Í október 2017 var svo keyptur glænýr bílkrani af gerðinni Liebherr 1045-3.1. Sá er líkur þeim eldri nema með 36 metra bómu sem lengja má með jibbi í 50 metra.

Vöxtur
Þannig hefur vöxtur fyrirtækisins verið stöðugur frá byrjun og allt verið fylgst vel með þróun tækni og tækja á markaðnum.

Starfsmenn og aðsetur
Fastir starfsmenn Smákrana ehf. eru nú fimm talsins. Eigendur eru hjónin Erlingur Snær Erlingsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri og Hildur Björg Ingibertsdóttir, sem er fjármálastjóri Smákrana ehf.
Aðsetur Smákrana ehf. er að Stórahjalla 15 í Kópavogi. www.smakranar.is

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd