HRT þjónusta ehf (áður Snókur þjónusta)

2022

Snókur þjónusta ehf. er þjónustufyrirtæki á vélasviði og hefur á að skipa góðum tækjaflota sem leigður er út með vélamönnum. Fyrirtækið vinnur eftir föstum þjónustusamningum og leggur mikla áherslu á á gæða-, öryggis- og umhverfismál.

Starfsemin
Starfsstöðvar fyrirtækisins eru á Grundartanga og í Straumsvík. Fyrirtækið sinnir umskipun, innri flutningum, efnismeðhöndlun, þrifum og fleiri verkefnum fyrir stóriðjufyrirtækin á Grundartanga og í Straumsvík. Starfsmenn eru 58, vélamenn, verkamenn og meiraprófsbílstjórar.  Fyrirtækið rekur eigið verkstæði á Leynisvegi 6 á Grundartanga og í Straumsvík.

Stjórnendur
Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 2019.  Eigendur eru Einar Harðarson stjórnar-formaður, Kristmundur Einarsson, framkvæmdastjóri, Hrafn Einarsson, viðhalds- og flotastjóri og Hafdís Guðlaugsdóttir, gæða- og öryggisstjóri.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd