Snókur verktakar ehf

2022

Snókur verktakar ehf. var stofnað þann 1. maí 2006 af Einari P. Harðarsyni og sonum hans, Hrafni og Kristmundi Einarssonum. En stofnun þess má rekja til þess þegar synir Einars komu af fullum þunga inn í reksturinn með honum en grunnur fyrirtækisins nær aftur nokkra áratugi en Einar Pétur hefur alla tíð verið verktaki á sviði vélaverktöku.

Starfsemin
Snókur verktakar ehf. er jarðvinnufyrirtæki sem sérhæfir sig í almennum jarðvegsframkvæmdum, s.s. gatnagerð, lóðavinnu og lóðagerð, lagnavinnu ásamt efnisflutningum og efnisútvegun. Rík áhersla er lögð á gæða- og öryggismál ásamt góðum og öflugum tækjakosti og fyrsta flokks mannskap. Þannig tryggir Snókur fyrsta flokks gæði þeirrar þjónustu sem þeir veita sínum viðskiptavinum. Félagið hefur á að skipa öflugum tækjakosti og bílaflota og getur tekið að sér umfangsmikil verkefni á sviði jarðvinnu.

Verkefnin
Upphaflega voru verkefni félagsins á Grundartanga og nágrenni en í gegnum tíðina hefur það breyst og árið 2020 voru verkefnin að mestu á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Þegar horft er til framtíðar þá má áætla að verkefnin verði að mestu á höfuðborgarsvæðinu.

Mannauður
Í dag eru 17 starfsmenn hjá Snók verktökum sem starfa við hin ýmsu verkefni, þetta eru vélamenn, meirprófsbílstjórar, verkstjórar og verkefnastjórar.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd