Spíra ehf. er stofnað árið 2007 þegar hjónin Selma Hjörvarsdóttir og Tómas Árdal keyptu gistiheimilið Miklagarð við Kirkjutorg 3 á Sauðárkróki sem var þá þegar í rekstri. Gistiheimilið var með 14 herbergjum og voru þar af tvö með sér baðherbergi. Selma sá um daglegan rekstur en Tómas um bókhald. Árið 2009 var komið að máli við þau hjónin að taka við rekstri sumarhótels í heimavist FNV á Sauðárkróki sem þau og gerðu og skírðu það hótel Miklagarð. Árið 2012 keyptu þau síðan hótel Tindastól og sameinuðu gistireksturinn undir vörumerkinu Arctic hotels. Fljótlega varð ljóst að reksturinn var orðinn það fyrirferðamikill að ekki var unnt að reka fyrirtækið í aukavinnu og kom Tómas því í fulla vinnu við reksturinn með Selmu 2013. Undanfarin ár hefur rekstur Spíru ehf. gengið vel og þess má geta að fyrirtækið hefur fengið viðurkenningu fjögur ár í röð sem fyrirmyndarfyrirtæki hjá Creditinfo. Fyrirtækið hefur verið í Vakanum sem er gæðakerfi íslenskrar ferðaþjónustu síðan 2017.
Arctic hotels
Hótel Tindastóll er eitt elsta hótel landsins og hefur verið starfsemi þar síða 1884. Hótelið er rekið á heilsárs grundvelli og hefur upp á að bjóða 20 herbergi með sér baðherbergi.
Hótel Mikligarður er sumarhótel og hefur upp á að bjóða 65 herbergi með sér baðherbergi. Gistiheimilið Mikligarður er rekið á heilsársgrundvelli og hefur upp á að bjóða 13 herbergi og þar af eru 3 með sér baðherbergi en 10 með sameiginlegu.
KK Restaurant
Rekstur Stá ehf. hófst í byrjun árs 2016 þegar Spíra ehf. kaupir rekstur og eignir Videosports ehf. sem rak Ólafshús, Kaffi Krók og Mælifell. Veitingahús var rekið í Ólafshúsi (Aðalgata 15) á ársgrundvelli og á Kaffi Krók á sumrin. Um haustið var veitingahúsareksturinn færður allur yfir á Kaffi Krók og jafnframt nafni staðarins breytt í KK Restaurant. Ólafshúsi var í framhaldinu breytt í íbúðarhúsnæði. KK Restaurant er rekið sem veitingahús á ársgrundvelli með sæti fyrir 150 manns í tveimur sölum við Aðalgötu 16 sem er með eldri húsum á Sauðárkróki. Húsið var byggt á árunum 1887-1890. Húsið var löngum kallað Sýslumannshúsið en ýmisleg starfsemi hefur verið í húsinu í gegnum tíðina. Húsið brann árið 2008 en var endurbyggt í fyrri mynd og hófst veitingarekstur aftur um mitt ár 2009. Á Mælifelli við Aðalgötu 7 er framleiðslueldhús þar sem framleiddur er skólamatur fyrir leik- og grunnskóla Sauðárkróks. Þar er einnig veislusalur.
Mannauður
Góður kjarni af starfsfólki starfar í báðum fyrirtækjunum sem kann vel til verka og er vel menntaður. Ársstöðugildi hafa verið 27 samtals hjá báðum fyrirtækjunum. Fyrirtækin og starfs-fólk Þess hefur verið öflugt í grasrótarstarfi ferðaþjónustunnar og eru aðilar að Markaðsstofu Norðurlands, Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafrði, Ferðamálasamtökum Norðurlands
vestra, Samtökum aðila í ferðasþjónustu, Arctic Coast Way, Samtök smáframleiðanda og Matarkistu Skagafjarðar.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd