SS Byggir ehf. er byggingafyrirtæki á Akureyri, stofnað árið 1978. Eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri er Sigurður Sigurðsson. Helstu verkefni SS Byggir ehf. eru nýbyggingar en fyrirtækið hefur byggt íbúðar- og iðnaðarhúsnæði á Eyjafjarðarsvæðinu allan sinn feril.
Starfsemin
Fyrirtækið hefur á síðustu árum byggt tugi orlofshúsa í landi Hálanda ofan Akureyrar en þar er nú ein vinsælasta orlofshúsabyggð landsins. Alls gerir fyrirtækið ráð fyrir að byggja á annað hundrað orlofshúsa í Hálöndum. Fyrirtækið hefur einnig byggt talsvert fyrir hið opinbera og má þar nefna: skóla, virkjanir, hjúkrunarheimili og sjúkrahús. Önnur stór verkefni sem
SS Byggir ehf. hefur séð um er bygging beggja áfanga verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs. Að meðaltali hefur fyrirtækið byggt um eina fasteign á viku, mörg undanfarin ár.
SS Byggir ehf rekur líka öflugt innréttingaverkstæði og framleiðir innréttingar og innihurðir undir vörumerkinu TAK-innréttingar. Gott orðspor TAK-innréttinga hefur borist víða um land og því nær markaðssvæði innréttinganna landshorna á milli. SS Byggir ehf. er leiðandi byggingafyrirtæki, fyrirtækið hefur þróað byggingalausnir sem hafa haft jákvæð áhrif á gæði nýbygginga á Íslandi. Má þar nefna: þróun á einangrun utanhúss, hljóðvist fjölbýlishúsa og notkun loftskiptikerfa með varmaendurvinnslu.
Starfsmenn
Starfsmenn fyrirtækisins hafa mikla reynslu af byggingariðnaði og í dag eru á milli 40 og 50 starfsmenn á launaskrá SS Byggir ehf. Fyrirtækið reiðir sig þó í síauknum mæli á samstarf við undirverktaka og gróflega má gera ráð fyrir að starfsemi SS Byggir ehf. skapi um 100 ársstörf á Eyjafjarðarsvæðinu.
Þróun og framtíð
Fyrirtækið hefur fjárfest í tækni og þekkingu og leitast þannig við skapa sér stöðu á hörðum samkeppnismarkaði. Mikil áhersla er lögð á gæði allrar vinnu og verkefna auk góðra samskipta við fólk og fyrirtæki. Með hjálp tækni og þekkingar sérhæfðs starfsfólks leitar SS Byggir ehf. stöðugt nýrra leiða til skapa nýjar og betri lausnir í byggingamálum, viðskiptavinum til hagsbóta og fyrirtækinu til framdráttar.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd