Starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) nær að Bakkafirði í norðri til Krossaness í suðri og eru sveitarfélögin á svæðinu fjögur: Fjarðabyggð, Múlaþing, Fljótsdalshreppur og Vopnafjarðarhreppur. SSA vinnur að hagsmunum sveitarfélaganna á Austurlandi og starfar í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga þegar við á.
Mannauður og starfsmannafjöldi
Stjórnarmenn SSA eru fimm talsins auk eins áheyrnarfulltrúa. Sitja þessir aðilar einnig í stjórn Austurbrúar auk tveggja fulltrúa úr fimm manna fagráði Austurbrúar. Framkvæmdastjóri Austurbrúar ses. er jafnframt framkvæmdastjóri SSA.
Vinnulag og framleiðsluferli
SSA heldur utan um samning við stjórnvöld um sóknaráætlun landhlutans. Einnig tengist SSA verkefnum byggðaáætlunar, rekstri almenningssamgangna á Austurlandi (SV-AUST) og vinnur að gerð svæðisskipulags fyrir landshlutann. Framkvæmd allra verkefna SSA er hjá Austurbrú ses.
Velta og hagnaður
Velta SSA á árinu 2019 voru 333 millj. kr. og hagnaður ársins nam tæpum 35 millj. kr. Eignir samtakanna voru 200 millj. kr. og eigið fé 47 millj. kr.
Framtíðarsýn
SSA vill vera lifandi og frjór samráðsvettvangur kjörinna fulltrúa á Austurlandi er vilja hag landshlutans sem mestan. Sambandið berst fyrir auknum jöfnuði til búsetu milli landshluta, t.d. er snertir orkuverð, vöruverð, aðstöðu til náms, aðgang að heilbrigðisþjónustu og menningarstarfsemi. SSA stuðlar að víðtækri þekkingu sveitarstjórnarmanna á verkefnum
sveitarstjórna og vinnur að því að gera verkefni sveitarstjórna eftirsóknar- og áhugaverð auk þess sem það hefur forgöngu um samgöngu-, atvinnu- og byggðaþróunarverkefni í fjórðungnum
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd