Stál og suða

2022

Járnsmíðaverkstæðið Stál og suða ehf. var stofnað árið 1998. Stofnendur þess voru Heimir Hauksson og Kristján Jónsson. Fyrst var fyrirtækið til húsa í Akralind í Kópavogi en flutti svo starfsemi sína í Stapahraun 8-10 í Hafnarfirði, þar sem aðsetur þess er í dag. Starfsemin fer einnig fram í Flatahrauni 29 í Hafnarfirði. Þann 1. mars 2021 varð Heimir Hauksson eini eigandi fyrirtækisins. Frá byrjun hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt og veltan samkvæmt því úr einni milljón króna í allt að 600 milljónir. Á þessum tíma hefur starfsmönnum fjölgað verulega og eru nú alls 28 starfsmenn hjá fyrirtækinu.

Starfsemin
Stál og suða ehf. flytur inn gler sem íhluti í handrið og svo polyhúðunarduft. Fyrirtækið er mjög öflugt í alls konar stálsmiði og hefur, m.a. þjónustusamninga við OR (Orkuveitu Reykjavíkur), Veitur, Carbix og ON (Orka náttúrunnar).
Ekki þarf að leggja mikla áherslu á marðassetningu hjá Stáli og suðu. Góð verk spyrjast út innan geirans. COVID-19 faraldurinn hefur ekki haft hamlandi áhrif á starfsemina.
Stál og suða ehf. er ekki aðili að Samtökum atvinnulífsins en hefur verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo árin 2018-2021.

Samfélagsmál
Stál og suða ehf. styður við íþróttastarfsemi og njóta Stjarnan og Afturelding þess.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd