Stálgæði

2022

Stálgæði ehf. var stofnað árið 2005 og eru eigendur þess Erlendur Markússon vélsmíða-meistari, Magnús Karlsson vélvirki og Páll Ragnar Þórisson véliðnfræðingur. Kynni þeirra hófust þegar þeir störfuðu allir hjá Sveini S. Pálmasyni í Stálbæ ehf. Fystu árin var yfirbyggingin fábrotin og stýrt úr bílskúrnum hjá Erlendi. Eftir því sem starfsemin vatt upp á sig og viðskiptavinum fjölgaði flutti fyrirtækið í eigið húsnæði.

Stjórn Stálgæða
Páll Ragnar Þórisson stjórnarformaður, Erlendur Markhússon framkvæmdastjóri og
Magnús Karlsson meðstjórnandi.

Verkefnin
Fyrirtækið sérhæfir sig í allri almennri járnsmíðavinnu fyrir fyrirtæki og einstaklinga, hvort sem það er stálburðarmannvirki eða fínsmíði úr svörtu eða ryðfríu stáli. Stálgæði starfar oft sem undirverktaki hjá byggingaverktökum við mannvirkjagerð en einnig vinnur það beint fyrir fasteignafélög, hótelkeðjur, stofnanir og verslanir. Stálgæði uppfylllir EXC2 (execusion class 2) við stálframleiðslu og uppsetningu stálmannvirkja ásamt þvi að vera með byggingastjóra og stálvirkjameistara innan sinna raða. Helstu verkefni sem Stálgæði hefur tekið þátt í að byggja má nefna breytingar í Sundlaug Kópavogs, Norðlingaskóli, Göngubrú yfir Láxá hjá Búðardal fyrir Vegagerðina, Lýsi Þorlákshöfn, Hótel Hnappavellir, Bykó, Perla Norðursins og margt fleira.

Framtíðarsýn
Það er markmið Stálgæða að vera ávallt leiðandi á sviði lausna í stáli fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Grunngildi fyrirtækisins eru virðing, heiðarleiki og samvinna við viðskiptavini, fagmennska og metnaður í starfi. Fyrirtækið gerir sér grein fyrir mikilvægi mannauðs í hverju fyrirtæki og reynir að hlúa vel að sínu starfsfólki.

Aðsetur, starfsmenn og meðaltalsvelta
Aðsetur Stálgæða er á Smiðjuvegi 9a í Kópavogi. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 10-12 starfsmenn. Stálgæði hefur verið Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo frá 2011-2020 og stefnir á að vera áfram framúrskarandi. Meðalársvelta er um 200-400 milljónir króna.
Stálgæði er á www.facebook.com/stalgaedi

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd