Verkfræðistofan Útrás ehf. var stofnuð á Akureyri 1993 af Sigurði G. Ringsted og Þórhalli S. Bjarnasyni. Fyrstu árin var félagið fyrst og fremst í ráðgjafar- og hönnunarverkefnum á sviði vélaverkfræði, orkuverkfræði og skipaverkfræði. Starfsemin var útvíkkuð árið 2005 og samhliða verkfræðistofunni var hafinn rekstur stálsmiðju með höfuðáherslu á starfsmannaleigu. Fyrstu ár stálsmiðjunar var að mestu um að ræða verktakavinnu fyrir hinn ýmsu fyrirtæki í uppsetningu á búnaði víðs vegar um landið. Frá árinu 2007 hefur starfsstöð fyrirtækisins verið á Akureyri og hefur mest verið um verk á Norðausturland en einnig víða um landið, allt frá Hornafirði og vestur á Reykhóla. Árið 2013 var nafni fyrirtækisins breytt í Stálsmiðjan Útrás ehf. og hefur síðan verið lögð höfuðáhersla á verktakastarfsemi í málmiðnaði með tilfallandi hönnunar- og ráðgjafarverkefnum.
Starfsfólk
Starfsmenn eru venjulega í kringum 15, lítillega breytilegt eftir verkefnalegum aðstæðum hverju sinni. Flestir starfsmenn eru með sveinspróf í stálsmíði og nokkrir þeirra eru auk þess vottaðir rafsuðumenn, sem geta tekið að sér flókin rafsuðuverkefni þar sem krafist er mikilla gæða. Stálsmiðjan Útrás ehf. leggur áherslu á að taka nema í stálsmíði og hefur á undanförnum árum skilað af sér nokkrum sveinum í stálsmíði. Framkvæmdastjóri er Sigurður J. Ringsted.
Virkjanaframkvæmdir
Stálsmiðjan Útrás ehf. hefur komið að ýmsum virkjanaframkvæmdum, svo sem Kárahnjúka-virkjun, Reykjanesvirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Lagarfljótsvirkjun, Kröfluvirkjun, Laxárvirkjun, Þeistareykjavirkjun og Glerárvirkjun II. Einnig hefur Stálsmiðjan Útrás ehf. tekið að sér ýmis verkefni fyrir Gufuaflsvirkjunina í Bjarnarflagi, Álverið á Reyðarfirði, Járnblendið á Grundartanga, Moltuverksmiðjuna í Eyjafirði, Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum, Steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki, Kísilmálmverksmiðjuna á Bakka, Norðurorku á Akureyri og Fallorku á Akureyri.
Verkefni
Einnig hefur Stálsmiðjan Útrás ehf. komið að verkefnum við nýja sundlaug í Hrísey, stækkun Glerártorgs á Akureyri, byggingu Hofs – menningarhúss á Akureyri, byggingu nýrrar Bónusverslunar á Akureyri, stækkun Háskólans á Akureyri, byggingu Naustaskóla á Akureyri, byggingu íþróttahúss á Dalvík, byggingu þjónustuhúss við Akureyrarhöfn, byggingu Norðurljósaseturs í Reykjadal, séð um ýmsa smíði og niðursetningu á vélbúnaði og lögnum í nýja skólphreinsistöð á Akureyri, séð um smíði og niðursetningu útilistaverks við gufuaflsvirkjunina á Þeistareyjum, gerð Vaðlaheiðarganganna, smíði göngubrúar yfir stífluna fyrir Glerárvirkjun II og smíði göngu- og reiðbrúar yfir Eyjafjarðará, auk þess að þjónusta ýmis fyrirtæki og byggingaverktaka á Akureyri og nágrenni við ýmsa nýsmíði, viðhaldsverk og endurbætur. Nokkur stálgrindarhús hafa verið smíðuð og á tímabili voru framleiddar hestakerrur hjá fyrirtækinu. Aðrar framleiðsluvörur eru hjólagrindur, snjósleðalyftur, mótorhjólalyftur og skýli fyrir sorptunnur.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd