Stansverk ehf .var stofnað árið 1984 af Jóhanni Jóhannssyni og markmiðið var að smíða og gera við stansa fyrir málmiðnaðarfyrirtæki en fljótlega var farið að hanna og smíða vélar og tæki og svo tölvustýrðar framleiðsluvélar. Til dæmis mótatengjavél fyrir Breiðfjörðsblikksmiðju, sem enn er að, en er nú í eigu Blikkás ehf. og svo fjölmargar aðrar iðnaðarvélar m.a. tölvustýrð milliveggjastoðvél fyrir Ólaf Pálsson, heitinn, múrarameistara svo aðra enn tæknilega fullkomnari fyrir norskt spónaplötufyrirtæki og stóðst hún allar væntingar þeirra. Stoðirnar voru hannaðar af Óla Ásmundarsyni arkitekt og Edgari Guðmundssyni verkfræðingi en vélin er hönnuð og smíðuð af Stansverk.
Árið 2000 var smíðuð fjölnota tölvustýrð stönsunarvél með mötunarbúnaði sem hefur að mestu verið notuð til framleiðslu á útveggjafestingum fyrir leiðara og gengið vel. Festingar hannaðar af okkur en framleitt fyrir Málmtækni. Þessar vélar sem og fleiri sem Stansverk hannaði og smíðaði vöktu athygli erlendra fagaðila sem komu í heimsókn.
Vélakostur og starfsemi
Stansverk er vel búið vélarkosti svo sem CNC renni- og fræsivélum, tölvustýrðum stönsunarvélum og sérsmíðuðum tækjum vegna framleiðslu. Stansverk er nær eingöngu framleiðslufyrirtæki í dag og afkoman með ágætum og engin eignabreyting. Stór liður hjá okkur er íhlutaframleiðsla fyrir önnur fyrirtæki í mörgum greinum.
Ljósaframleiðsla
Ljósaframleiðsla Stansverk var og er fyrirferðamikil, bæði í inni- og útiljósum, sem byrjaði á stólpaljósum við Perluna í Öskjuhlíð og hélt áfram með vandvirkni að leiðarljósi og meðal útiljósa eru stólpaljósin Perla fyrir Hrafnistu og fleiri hjúkrunarheimili og BYGG hefur einnig notað þessi ljós við flestar byggingar sínar í mörg ár. Mikið úrval er í boði sem hægt er að sjá á vefsíðunni stansverk.is.
Eigendur
Stansverk ehf. hefur alltaf verið í eigu Jóhanns, konu hans Sigríðar Sveinsdóttur og syni, Sveini Garðari Jóhannssyni. Jóhann sér að mestu um alla hönnun en Sveinn stönsunarhlutann, vegna aldurs vill Jóhann fara að minnka vinnuframlag en framleiðsla heldur áfram að óbreyttu.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd