Steinsteypir ehf

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Steinsteypir ehf. var stofnað árið 1993 á Hafralæk í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Stofnendur voru þeir Sveinn Trausti Haraldsson, Jónas Konráð Ásgrímsson og Ásgrímur Þórhallsson. Aðalstarfsemi félagsins hefur verið framleiðsla og steypusala frá þeim tíma eða í ríflegan aldarfjórðung. Félagið hefur einnig sinnt jarðvinnu, steypusögun, múrbroti og kjarnaborunum frá fyrstu tíð. Lengi vel var félagið með steypustöð á Höfða á Húsavík og seinna keypti það verkstæðishúsnæði af Sorpsamlagi Þingeyinga sem einnig stendur við Höfða.

    Aðsetur
    Mikil vatnaskil urðu í rekstri félagsins árið 2015 þegar öll starfsemin var flutt í Haukamýri 3 á Húsavík og stór og öflug steypustöð reist þar ásamt annari aðstöðu fyrir starfsemi félagsins. Samhliða þessum breytingum var bæði steypustöð og verkstæði við Höfða selt og starfseminnni komið fyrir á einum stað.

    Steypuverkefni
    Stærstu steypuverkefni undanfarinna ára hafa verið virkjunarframkvæmdir á Þeistareykjum, uppbygging PCC á Bakka, jarðgangnagerð frá Húsavíkurhöfn á Bakka og endurnýjun við Laxárvirkjun. Félagið sinnir einnig umtalsverðum akstri fyrir skipafélögin ásamt því að sinna uppskipun á hráefni fyrir verksmiðju PCC á Bakka. Veruleg endurnýjun og aukning hefur átt sér stað í tækjakosti félagsins s.l. misseri og er fyrirtækið því vel tækjum búið sem jarðvinnuverktaki og í akstri hvort heldur er með efni, vörur eða gáma.

    Starfsmenn
    Hjá Steinsteypi starfa í dag 15 starfsmenn. Eigendur félagsins eru þrír, bræðurnir Jónas og Kristinn Ásgrímssynir og Friðrik Sigurðsson.

Stjórn

Stjórnendur

Steinsteypir ehf

Haukamýri 3
640 Húsavík
4642515

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina