Steypustöð Ísafjarðar ehf

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Það var fyrirtækið Kubbur ehf. sem stofnaði Steypustöð Ísafjarðar á sínum tíma. Núverandi eigendur, þeir Einar Pétursson og Helgi Hjartarson keyptu fyrirtækið árið 2017. Steypustöðin hefur haft aðsetur að Suðurtanga 12 á Ísafirði frá stofnun.

    Starfsemin
    Steypustöð Ísafjarðar rekur, eins og nafnið bendir til, steypustöð auk þess að vera verktaki í almennri jarðvinnu, efnisvinnslu og snjómokstri. Starfsmenn eru á bilinu 5 til 6. Fyritækið er ágætlega tækjum búið og þess er gætt að viðhalda tækjum eftir föngum.

    Velta
    Veltan hefur aukist í gegnum tíðina og var til að mynda um 150 milljónir króna árið 2017 en náði um 300 miljónum króna árið 2020.

    Verkefni
    Verkefni eru oft ærin utanbæjar og má nefna að fyrirtækið hefur sinnt steypuvinnu við væntanlegan útsýnispall á Bolafjalli, lagt burðarlag á veginn í Bjarnardal, ekið grjóti til röðunar við nýju brúna í botni Tálknafjarðar og annast snjómokstur og snjóruðning víða.

    COVID-19
    Steypustöðin og starfsemi hennar varð ekki fyrir áhrifum af völdum heimsfaraldursins og þurfti ekki að grípa til sérstakra ráðstafana vegna hans.

    Samfélagsmál
    Steypustöð Ísafjarðar lætur styrki af hendi rakna til íþróttafélaga á svæðinu og þá einkum til barnastarfs.

Stjórn

Stjórnendur

Steypustöð Ísafjarðar ehf

Sindragötu 27
400 Ísafirði
4192900

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina