Steypustöð Skagafjarðar ehf.

2022

Steypustöð Skagafjarðar ehf. var stofnuð af Pálma Friðrikssyni, Garðari Guðjónssyni, Byggingafélaginu Hlyn hf. og Kaupfélagi Skagfirðinga í mars 1972 og hefur því framleitt steypu í tæp 50 ár. Pálmi Friðriksson og fjölskylda hans keyptu allt fyrirtækið í desember 1989 og breyttist þá starfsemi fyrirtækisins töluvert og varð mun víðtækari og má segja að þá hafi fyrirtækið orðið alhliða verktakafyrirtæki. Árið 2005 voru fyrirtækin, Vinnuvélar Pálma Friðrikssonar ehf. og Stálspyrnan ehf. sem rekin höfðu verið samhliða Steypustöðinni og í eigu fjölskyldunnar, sameinuð rekstrinum, en þau voru sérhæfð í lagningu ljósleiðrara, rafmagnsstrengja og annarra lagna. Einnig rekur Steypustöð Skagafjarðar ehf. efnisvinnslufyrirtækið Króksverk ehf.

Aðsetur og eigendur
Á Sauðárkróki eru höfðustöðvar fyrirtækisins, þar eru skrifstofur, aðstaða til viðhalds tækja og blöndunarstöð. Núverandi eigendur eru Ásmundur Pálmason, Friðrik Pálmason og Ásta Pálmadóttir og er daglegur rekstur í höndum þeirra.

Starfsemin
Fastir starfsmenn við fyrirtækið eru yfir 20 allt árið en eru fleiri á álgastímum.
Fyrirtækið hefur yfir að ráða fjölda bíla og tækja til jarðvinnu, vetrarþjónustu og strengjalagna. Blöndunarstöð til steypuframleiðslu var endurnýjuð árið 2005, er mjög fullkomin og er öll framleiðslan tölvustýrð. Gæðaeftirlit með framleiðslunni uppfyllir ströngustu kröfur.

Verkefni
Steypustöð Skagafjarðar ehf. hefur á þessum fimmtíu árum framleitt steinsteypu í mannvirki af öllum stærðum og gerðum. Auk steypuframleiðslu eru unnin ýmis verk um allt land, s.s. hafnarframkvæmdir, vegagerð, hitaveituframkvæmdir, lagning rafmagnsstrengja, ljósleiðara, auk alls kyns jarðvinnu o.fl. mætti nefna.

Markmið
Markmið fyrirtækisins er að skapa sér orðstír um að það sé traust, vel rekið fyrirtæki sem skili af sér góðu verki og hafi yfir að ráða reyndum mönnum í allar helstu framkvæmdir sem það tekur að sér. Steypustöð Skagafjarðar ehf. er á meðal þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum frá árinu 2016. Einnig er Steypustöð Skagafjarðar á meðal 2,8% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar og er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020.

Velta
Árið 1999 var ársvelta rúmar 86 milljónir og árið 2020 var velta fyrirtækisins um einn milljarður.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd