Stofnun múslima á Íslandi

2022

Stofnun múslíma á Ísland er með aðsetur í Skógarhlíð 20 í Reykjavík og er trúfélag múslíma. Tilgangur stofnunarinnar er að gera múslímum kleift að iðka Íslam á Íslandi og að annast allar þær trúarathafnir sem krafist er af söfnuði Stofnunarinnar, s.s. staðfestingar, brúðkaup, jarðarfarir o.fl.
Grunngildi stofnunarinnar eru í samræmi við undirstöðuatriði Íslam sem eru leidd út frá tveimur helstu heimildum Íslam, Hinum Heilaga Kóran og Sunnah frá spámanninum Múhameð, friður sé með honum. Allar athafnir Stofnunarinnar eru í samræmi við grunngildi þessi. Stofnunin lýtur íslenskum lögum. Stofnunin er stjórnmálalega og efnahagslega sjálfstæð.
Stofnunin tekur við framlögum og gjöfum frá einstaklingum og opinberum stofnunum innan og utan Íslands. Stofnunin tekur ekki við skilyrtum gjöfum.

Markmið stofnunarinnar eru

  • Að framkvæma trúarlega helgisiði.
  • Að efla félagslegt net meðal meðlima.
  • Að boða jafnrétti milli þegna samfélagsins og stuðla að virðingu fyrir mannlegum gildum.
  • Að berjast gegn hvers kyns ofbeldi, kynþáttahatri og öfgum.
  • Að sjá um málstofur og ráðstefnur.
  • Að kenna arabísku og íslamska menningu.

Framtíðarsýn
Við viljum vera sýnileg stofnun á Íslandi sem getur boðið upp á fræðslu og tekið þátt í íslensku samfélagi. Við viljum kynna arabíska og íslamska menningu með samskiptum milli þessara menningarheima.

Boðskapur okkar
Við stefnum að því að búa til framúrskarandi samfélag og menntastofnun sem sker sig úr og höfðar til múslima á Íslandi. Með því að byggja brýr milli menningarheima og með nútíma aðferðum, viljum við efla menningarleg samskipti í íslensku samfélagi milli múslíma, Araba og alls almennings.

Gildi okkar
Samræður, umburðarlyndi, sambúð menningarheima, heiðarleiki, einlægni, gegnsæi og að vera góður og gildur samfélagsþegn.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd