Strætó bs.

2022

Strætó bs. er þjónustufyrirtæki á sviði almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Strætó er í eigu Reykjavíkur, Kópavogar, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes. Eignarhlutur er samkvæmt stofnsamningi frá 2004. Fyrirtækið var stofnað þann 1. júní 2001. Höfuðstöðvar þess eru í dag að Hesthálsi 14 í Reykjavík.

Starfsemin
Strætó rekur eigin vagna og kaupir einnig að akstur frá tveimur verktökum og skiptist aksturinn um það bil jafnt á milli Strætó og verktakanna.
Strætó býður uppá mismunandi kosti þegar að fargjöldum kemur svo sem stakt fargjald, mánaðarkort, árskort o.fl.
Fyrirtækið sér eitt um rekstur almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsmenn Strætó eru um 300 en heildarfjöldi um 500 að verktökum meðtöldum.
Strætó er með þjónustusamning við Vegagerðina vegna landsbyggðarvagna sem ferðast til Suðurnesja (Flugstöð Leifs Eiríkssonar), Vesturlands, Suðurlands að Höfn, Hólmavíkur og Norðurlands að Egilsstöðum. Þessi þjónusta byrjaði 2012 er sérleyfi var afnumið og landshlutasamtök sveitarfélaga tóku yfir aksturinn og síðan Vegagerðin frá 2020.

Gildin sem Strætó starfar samkvæmt eru:
Samvinna einkennir allt okkar starf, bæði innan fyrirtækis og gagnvart viðskiptavinum, eigendum og samstarfsaðilum.
Áreiðanleiki: Við erum á réttum stað á réttum tíma, erum hagsýn og ábyrg í öllum okkar störfum.
Drifkraftur: Við erum frumkvæðismiðuð og höfum kjark og þor til að taka ákvarðanir og leysa mál hratt og vel.

Framtíðarsýn
Hluti af framtíðarsýn Strætó er að vagnaflotinn verði orðinn kolefnislaus árið 2030.
Framtíðarsýn Strætó byggir á því að Strætó verði „mikilvægasti hlekkurinn í samgöngukeðju höfuðborgarsvæðisins“.
Verður lögð áhersla á fjóra lykilþætti til að fylgja þeirri framtíðarsýn eftir:
1. Fyrsti valkostur íbúa höfuðborgarsvæðisins í og úr vinnu eða skóla:
Strætó er þjónustufyrirtæki sem leggur megináherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina með því að stytta ferðatíma og auka tíðni ferða.
2. Kolefnislaus vagnafloti 2030:
Strætó fylgir stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum og stuðlar að bættum lífsgæðum almennings. Strætó leitast eftir að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum með því að fjárfesta í umhverfisvænum vögnum, s.s. rafmagns-, vetnis- og metanvögnum.
3. Dýnamískt þekkingarfyrirtæki
Strætó er þjónustufyrirtæki sem byggir á yfirgripsmikilli þekkingu á skipulagi og rekstri almenningssamgangna. Strætó leggur áherslu á að nýta upplýsingatækni í bættri þjónustu til viðskiptavina. Strætó vill efla enn frekar þekkingu og færni starfsmanna með því að leggja áherslu á fræðslu og símenntun í hvetjandi starfsumhverfi.
4. Eftirsóknarverður vinnustaður
Strætó vinnur stöðugt að bættu starfsumhverfi og ímynd. Strætó leggur áherslu á að skapa jákvæða og uppbyggjandi vinnustaðamenningu og ásýnd með því að halda í og laða að hæfileikaríkt og öflugt starfsfólk sem hefur menntun, þekkingu og hæfni sem nýtist í störfum Strætó.

Velta
Heildarvelta hefur aukist jafnt og þétt í gegnum tíðina og nemur 8,4 milljörðum árið 2020.

Covid-19
Strætó hefur gætt þess að fylgja reglum um almennar sóttvarnir skv. fyrirmælum sóttvarnar-yfirvalda og má nefna að vagnstjórabás er nú girtur af með plasthlíf.

Stjórn

Hjálmar Sveinsson
Stjórnarformaður fyrir Reykjavík
Sigrún Edda Jónsdóttir
Varaformaður fyrir Seltjarnarnes
Gunnar Valur Gíslason
Fyrir Garðabæ
Karen Halldórsdóttir
Fyrir Kópavog
Ásgeir Sveinsson
Fyrir Mosfellsbæ
Helga Ingólfsdóttir
Fyrir Hafnarfjörð

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd