Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. er framsækið innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem byggir á traustum grunni og áratuga faglegri reynslu en starfsemin tilheyrði áður heilbrigðissviði Eirbergs ehf. Stoðsvið félaganna og yfirstjórn eru sameiginleg.
Agnar H. Johnson er starfandi stjórnarformaður og Kristinn A. Johnson er framkvæmdastjóri.
Starfsemi og saga
Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. býður fagaðilum og almenningi vandaðar vörur og faglega ráðgjöf. Þar starfa hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar og aðrir sérfræðingar í velferðartækni. Söluráðgjöf Stuðlabergs á sviði stóma- og þvagleggja er sú viðamesta hér á landi og er í höndum hjúkrunarfræðinga sem hlotið hafa sérþjálfun framleiðenda. Veitt er persónuleg aðstoð við að finna hentugar vörur sem eru í rammasamningum Sjúkratrygginga Íslands.
Stuðlaberg selur hjálpartæki, sjúkrahúsbúnað og rekstrarvörur til heilbrigðisstofnana víðs vegar um landið, ásamt vörum sem einnig eru í rammasamningum Sjúkratrygginga Íslands, má þar nefna: bað- og salernishjálpartæki; barna- og hjúkrunarrúm; gönguhjálpartæki; fólkslyftara; hjólastóla og hjálparmótora. Allt vörur sem einnig eru seldar beint til stofnana og einstaklinga. Auk þess er Stuðlaberg með samning við Sjúkratryggingar um þjónustu á hjálpartækjum. Stuðlaberg er einnig með rammasamninga við Landspítala um rekstrarvörur og ýmsan búnað.
Systurfélögin Eirberg ehf. og Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. eiga rætur að rekja til Ó. Johnson og Kaaber hf. og Hjálpartækjabankans, en ÓJ&K og Össur hf. stofnuðu Eirberg í lok árs 2000 þegar Heilbrigðisvörudeild ÓJ&K og Hjálpartækjabanki Össurar runnu saman í eitt fyrirtæki. Heilbrigðisvörudeild ÓJ&K sérhæfði sig í sölu á ýmsum vörum til heilbrigðisstofnana, allt frá hjúkrunarvörum til sjúkrarúma og lækningatækja. Hjálpartækjabankinn var stofnaður af Sjálfsbjörgu og Rauða krossi Íslands 1975. Hann var miðstöð hjálpartækja í landinu með göngugrindur, fólkslyftara, hjólastóla og önnur hjálpartæki. Í upphafi árs 2018 flutti starfsemi heilbrigðissviðs Eirbergs yfir í Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. Verslanir Eirbergs nutu aukinna vinsælda með vandaðar vörur til heilsueflingar og bættra lífsgæða, því var aðskilnaður rekstrar rökrétt skref til að efla vöxt bæði heilbrigðissviðs og verslunarsviðs í sjálfstæðum félögum.
Í sýningarsal Stuðlabergs eru hin ýmsu hjálpartæki, búnaður og stuðningsvörur til sýnis og prófunar. Hópar heilbrigðisstarfsfólks og nemenda koma reglulega í heimsókn til fræðslu og vörukynninga á vegum Stuðlabergs og erlendra framleiðenda. Upplýsingavefur Stuðlabergs (stb.is) býður fjölbreytt vöruval og fróðleik. Þar er unnt að afla sér fræðslu um heilbrigðisvörur og ganga frá pöntunum.
Markmiðin okkar eru að auðvelda fólki daglegt líf; styðja einstaklinga til sjálfshjálpar; auka vinnuvernd og hagræði.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd