Víkurheiði 11, gólfhitalagnir.
Efri röð frá vinstri: Guðmundur Kristjánsson, Símon Sveinsson, Trostan Gunnarsson, Jóhannes Örn Kristjánsson, Hákon Fannar Kristjánsson. Neðri röð frá vinstri: Hlynur Geir Símonarson og Guðmundur Bjarnasson.
Hlynur Geir og Hákon. Sundlauginni Laugarskarði í Hveragerði.
Símon Sveinsson að vinna við olíuskilju.
Dvalarheimilið Hellu, kyndiklefi.
Súperlagnir ehf. var stofnað 10. september 2003. Eigandi og framkvæmdastjóri er Símon Guðlaugur Sveinsson pípulagningameistari. Hann tók sveinsprófið árið 2000 og lauk svo meistaranámi í pípulögnum árið 2008. Súperlagnir hóf starfsemi sína í Kópavogi sem einyrkjafyrirtæki og þá aðallega í undirverktöku og smærri verkefnum.
Sagan
Árið 2005 flutti Símon með fyrirtækið á Selfoss og starfaði þá aðallega á Reykjavíkursvæðinu og Selfossi til ársins 2009. Hlé varð á rekstri fyrirtækisins þegar eigandinn tók að sér starf við pípulagnir á Heilsustofnun í Hveragerði. Súperlagnir tók svo upp þráðinn að nýju árið 2012 og var þá með aðstöðu í bílskúr eigandans, síðan færðist aðstaðan í gám sem hýstu bæði verkstæði og kaffistofu fyrirtækisins. Svo var það árið 2020 sem Súperlagnir eignaðist iðnaðarhúsnæði að Víkurheiði 11 Selfossi. Í dag starfa hjá fyrirtækinu átta starfsmenn og af þeim eru tveir meistarar, tveir með sveinspróf, tveir á samningi og tveir verkamenn.
Þróunin og verkefnin
Þróunin hefur verið mikil í pípulögnum á undanförnum árum og margt breyst til betri vegar. Áður fyrr voru aðalega notuð snittuð rör í hita- og neysluvatn, en í dag eru eingöngu notuð plast fittings eða álpex fittings. Gólfhitalagnir hafa komið í stað ofna í iðnaðar- og íbúðarhúsnæði og allur stjórnbúnaður orðin nákvæmari. Helstu viðskiptavinir Súperlagna er verktakafyrirtækið Smíðandi, Sólheimar í Grímsnesi, Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi og Selfossveitur og þá aðalega í mælaskiptum á Árborgarsvæðinu. Súperlagnir þjónustar einnig FIT með sumarhús félagsins í Árnessýslu og sér um viðhald í verslunum Samkaupa á Suðurlandi. Einnig taka Súperlagnir að sér allar almennar pípulagnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki á Suðurlandi ásamt viðgerðum og nýlögnum á Reykjavíkursvæðinu.
Framtíðin
Vöxtur og velta Súperlagna hefur aukist árlega með vaxandi tækjakosti og stærri verkefnum og fjölgun góðra starfsmanna, sem hefur lagt grunninn að sterkri stöðu og velgengni fyrirtækisins í dag.
Súperlagnir ehf
Atvinnugreinar
Upplýsingar
Lesa bókina