Sýn

2022

Sýn er heiti á sameinuðu félagi Vodafone og Stöðvar 2, en fyrirtækin tóku saman höndum árið 2017 með það fyrir augum að verða að leiðandi afli þegar kemur bæði að fjarskiptaþjónustu og rekstri ljósvakamiðla á Íslandi. Undir hatti Sýnar má því finna starfsemi af ýmis konar tagi, en Vodafone og Stöð 2 eru að sjálfsögðu burðarstoðirnar, en nefna má þar að auki Stöð 2 Sport, útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, FM957 og X-ið 977 að ónefndum mest lesna fréttamiðil á Íslandi, Visi.is.

Gildin okkar
Gildin sem starfsfólk Sýnar tileinkar sér eru sameiginlegt virði, en í því hugtaki kristallast fyrirætlanir fyrirtækisins um að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í gegnum vandaða viðskipta-hætti og loforð um að hafa frammi þrotlausa tilburði til að skapa örugga framtíð snjallra fjarskiptalausna og fjölmiðlunar, öllum til heilla. Sjálfbærni, en í það hugtak leggur starfsfólk Sýnar þann skilning að þeim beri að hafa að leiðarljósi virðingu fyrir um umhverfi sínu og samfélagi, sjálfbærni og jafnrétti á öllum sviðum án undantekninga eða málamiðlana, en Sýn býr að því að vera handhafi Hvatningarverðlauna jafnréttismála, ásamt því að taka sterka afstöðu með umhverfinu með því að til dæmis lágmarka notkun á óendurnýjanlegum auðlindum eins og kostur er, ásamt öðrum sambærilegum stefnum og aðgerðum. Síðast en ekki síst nefnum við gildið okkar, hlítni, það er að ganga úr skugga um að starfsemi Sýnar og framkvæmdir lúti alltaf þeim reglum og stöðlum er eru fyrir hendi til hið ítrasta, svo sem að taka alltaf mið af persónuverndarsjónarmiðum þegar vörur og þjónustur eru þróaðar, en virðing fyrir einkalífi viðskiptavina er ávallt sett í öndvegi í öllum gjörðum og framkvæmdum Sýnar.

Þjónustan
Í gegnum Vodafone-arm samsteypunnar býður fyrirtækið fjarskiptaþjónustu af öllu tagi, jafnt til fyrirtækja og einstaklinga. Vodafone á Íslandi hefur úr að spila GSM-neti sem hefur gríðargóða dreifingu um landið – sem og á miðunum, en Vodafone hefur ekki látið sitt eftir liggja til að tryggja sæförum samband við umheiminn í gegnum 4G-samband innan íslenskrar landhelgi, sem og í gegnum gervihnött þegar lengra er komið út fyrir landsins strendur. Uppi á landi getur Vodafone boðið háhraða internet-tengingar til flestra landsmanna, sem og sjónvarpsþjónustu samhliða henni, þá í gegnum vandaða Samsung-myndlykla, eða í gegnum Stöð 2-appið sem hefur aðeins orðið vinsælla í tímans rás frá því að smáforritinu var hleypt af stokkunum árið 2018.
Afþreyingarefni
Í gegnum miðla-hluta samsteypunnar býður Sýn upp á fjölbreytt afþreyingarefni í gegnum flestar tegundir miðla, það er sjónvarp, útvarp, fréttaveitur á internet-formi og síðast en ekki síst, í gegnum hlaðvörp sem er hratt að ryðja sér til rúms sem athyglisverður vettvangur skemmtiefnis og skoðanaskipta.
Sjónvarp
Stöð 2 hefur vermt sjónvarpsskjái landsfólks síðan árið 1986 og rásin skipar ákveðinn sess í huga fólks sem fyrsta, sjálfstæða sjónvarpsstöðin á öldum ljósvakans á Íslandi. Rásin hefur upp á að bjóða margt af vinsælasta sjónvarpsefni landsins en Stöð 2 er aukinheldur leiðandi þegar kemur að framleiðslu innlends sjónvarpsefnis en margt af okkar fremsta listafólki hefur í gegnum tíðina tekið höndum saman við okkar fólk og þá er útkoman jafnan eftirtektarverð, til dæmis má nefna Drauma-þáttaraðirnar góðkunnu sem vöktu lukku landsmanna – og gera enn. Fréttaþátturinn Kompás hefur einnig rutt sér til rúms á íslenskum frétta-vettvangi með vandaðri og tæpitungulausri umræðu um málefni sem snerta alla landsmenn.

Útvarp
Þær útvarpsstöðvar er Sýn hefur innan sinna vébanda bjóða landsmönnum upp á fjölbreytta afþreyingu daglega, en útvarpsþættir Bylgjunnar, svo sem Bítið og Reykjavík Síðdegis, njóta mikilla vinsælda um land allt, sem og hefur X-ið haldið merki rokksins uppi á landsvísu í áratugi, en stilli fólk á systurrás X-ins, FM957, geta áheyrendur gengið að því vísu að heyra það vinsælasta úr heimi dægurtónlistar hverju sinni í bland við annað efni, fréttir og fróðleik í léttari kantinum

Vefur
Síðast en ekki síst höfum við innan okkar raða vinsælasta vef landsins, Visir.is, sem myndar ákveðinn miðpunkt þegar kemur að starfsemi miðlana, en allt efni fer með einum eða öðrum hætti inn á Vísi, hvort sem um er að ræða fréttir, íþróttaefni, menningar eða lífstílsefni, efni úr útvarps, hlaðvarps og sjónvarpsþáttum. Vísir hefur verið í örum vexti á síðustu misserum og sú er staðan í dag að hér er um að ræða mest lesna fréttavef landsins, enda hefur vefurinn úr að spila færum og reyndum fréttariturum sem fjalla um mál líðandi stundar af staðfestu og heilindum. Það er því lítil ráðgáta hvers vegna Vísi er treyst fyrir því að flytja þjóðinni fregnir allan sólarhringinn um þau málefni sem eru efst á baugi hverju sinni.

Starfsemin
Eins og lesa má kennir ýmissa grasa þegar kemur að starfsemi Sýnar, en mest af öllu er lögð áhersla á að viðskiptavinir Sýnar geti gengið að fagmannlegri þjónustu og afbragðs búnaði vísum, sé stofnað til viðskiptasambands við Vodafone eða Stöð 2. Við viljum að viðskiptavinir upplifi sig örugga og í bílstjórasætinu og geti sótt sér nákvæmlega þá þjónustu til okkar sem þeir óska – á sínum eigin forsendum.

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd