T Plús

2022

Starfsemi og rekstur
T Plús hf. veitir minni og meðalstórum fjármálafyrirtækjum úrvalsþjónustu og góð kjör á bakvinnslulausnum. T Plús er innviðafjármálafyrirtæki sem veitir verðbréfafyrirtækjum, lífeyrissjóðum, tryggingafélögum, sparisjóðum og bönkum þjónustu á sviði verðbréfa-uppgjörs, bókhalds, lífeyrisþjónustu, vörslu verðbréfa og innheimtu skuldabréfa. Velferð T Plús byggir á traustu sambandi við viðskiptavini og þekkingu og færni T Plús til að stuðla að öruggum vexti og viðgangi þeirra. Aðsetur T Plús er í Skipagötu 9 á Akureyri.

Sérstaða
T Plús er eina verðbréfafyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði bakvinnslu
T Plús er með aðsetur utan höfuðborgarsvæðisins
T Plús hefur á að skipta öflugum hópi sérfræðinga – skjót og örugg þjónusta
Þjónustan skilar sér í fjárhagslegu og rekstrarhagræði fyrir viðskiptavini

Sagan í stuttu máli
T Plús hf. var stofnað árið 9. október 2009 af Saga Fjárfestingarbanka, Íslenskum verðbréfum og Stapa lífeyrissjóði með það að sjónarmiði að hefja starfsemi á sviði verðbréfauppgjörs, þjónustu sem félögin höfðu áður útvistað eða rekið innanhúss. T Plús fékk starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki skv. 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 þann 9. desember 2010. Fyrsti starfsdagur félagsins var 1. janúar 2011 og voru viðskiptavinir félagsins þá tveir, Saga Fjárfestingarbanki og Íslensk verðbréf. Í upphafi var aðeins veitt þjónusta sem sneri að því að reka og viðhalda verðbréfakerfum viðskiptavina. Katrín Ýr Pétursdóttir var fyrsti framkvæmdastjóri félagsins og undirbjó stofnun félagsins.

Starfsfólk og stjórnendur
Verðmæti T Plús felst í þekkingu starfsmanna. Um áramótin 2020/2021 störfuðu 16 manns hjá T Plús hf. Meðalaldur starfsmanna árið 2020 er 36 ár og meðalstarfsreynsla 5 ár. Starfsmenn eru, með einstaka undantekningum, viðskiptafræðingar. Framkvæmdastjóri er Þórleifur Stefán Björnsson og formaður stjórnar er Andri Teitsson.

Starfsemi félagsins er á tveimur sviðum
Vörslu- og uppgjörssvið
Katrín Ýr Pétursdóttir stýrir sviðinu en þar starfa 9 manns.

Rekstur verðbréfakerfa
Á vörslu- og uppgjörssviði eru starfrækt fimm verðbréfakerfi (Libra Vog), bæði í eigu viðskiptavina og T Plús. Eigendur kerfanna sem útvistað er til T Plús eru Íslensk verðbréf, Arctica Finance, Íslenskir fjárfestar og Fossar markaðir. Í lok árs 2020 bar T Plús, fyrir hönd sinna viðskiptavina, ábyrgð á uppgjöri 35,85% af veltu hlutabréfa í Kauphöllinni og 34,5% af veltu skuldabréfa. Á árinu 2020 framkvæmdi T Plús að jafnaði um 9.100 færslur í verðbréfakerfunum á mánuði.

Vörsluþjónusta
T Plús hefur frá árinu 2012 annast vörslu verðbréfa fyrir viðskiptavini sína, aðallega lífeyrissjóði og verðbréfasjóði. Í lok árs 2020 nam heildarfjárhæð eigna viðskiptamanna í vörslu 480 milljörðum kr. og hafði þá aukist um 13,2% frá árinu áður.

Innheimtuþjónusta
T Plús hefur frá árinu 2019 sérhæft sig í frum- og milliinnheimtu fyrir lífeyrissjóði. Í lok árs 2020 var heildar virði lánasafns í innheimtu að upphæð 10-11 milljarða króna. T Plús notast við lánakerfið Libra Loan.

Sjóða- og lífeyrissþjónusta
Gunnar Þórir Björnsson stýrir sviðinu en þar starfa 6 manns.

Sjóðaþjónusta
Á sviðinu er unnið skv. þjónustusamningum við rekstrarfélög verðbréfasjóða og sjóði sem reknir eru skv. lögum nr. 45/2020. Þjónustan felst í vörslu og uppgjöri eigna sjóða auk afgreiðslu á viðskiptum með hlutdeildarskírteini, en þessi hluti þjónustunnar fer fram á Vörslu- og uppgjörssviði. Í sjóðaþjónustu er unnið að uppreikningi efnahags sjóða og að birta gengi þeirra til eigenda hlutdeildarskírteina. Jafnframt heldur sviðið bókhald fyrir sjóðina ásamt því að skila lögbundnum skýrslum til eftirlitsaðila.

Bókhald
Árið 2020 hóf T Plús að veita stærstu viðskiptavinum sínum þjónustu á sviði bókhalds. Með uppfærðum rafrænum lausnum hóf félagið að færa bókhald fyrir verðbréfafyrirtæki og dótturfélög þeirra. Fyrsta árið keyptu fjögur fyrirtæki þessa þjónustu. T Plús skuldbindur sig til að skila fullbúnum ársreikningum til endurskoðenda.

Lífeyrisþjónusta
Lífeyrisþjónusta hefur verið starfrækt frá árinu 2011 þegar Lífsval sparisjóðanna samdi við T Plús um iðgjaldaskráningu og réttindabókhald fyrir afurðir sínar á sviði viðbótarlífeyrissparnaðar. Síðan þá hefur umfangið aukist nokkuð með tilkomu Kviku banka (áður MP banki) í þjónustu. Starfsemin fer fram að mestu í iðgjaldakerfinu Jóakim.

Gildi T Plús hf. eru frumkvæði, fagmennska og liðsheild

Hluthafar
Í lok árs 2020 voru hluthafar T Plús hf. orðnir átta.

  • Umsýslufélagið Verðandi ehf   35,60%
  • Vátryggingafélag Íslands hf.       15,0%
  • Festa lífeyrissjóður                       9,99%
  • Fossar markaðir hf.                      9,99%
  • Reviva Capital S.A.                       9,99%
  • Arctica Finance hf.                       9,85%
  • Stapi lífeyrissjóður                       9,09%
  • Íslensk verðbréf hf.                       0,45%

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd