Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. er stofnuð í desember 1973 og hefur starfað óslitið síðan með aðsetur á Ísafirði og unnið að verkefnum þar og í næsta nágrenni í fyrstu en seinni árin víðar um Vestfirði og öðrum landshlutum.
Eigendur og starfsmenn
Eigendur fyrirtækisins í dag eru Gísli Gunnlaugsson byggingatæknifræðingur, Sveinn D. K. Lyngmo byggingatæknifræðingur Hallvarður Aspelund arkitekt og Samúel Orri Stefánsson byggingafræðingur sem allir starfa hjá fyrirtækinu. Auk þeirra starfar hjá hjá fyrirtækinu Hlynur Pálsson verkfræðingur og einn til tveir sumarstarfsmenn.
Verkefnum má skipta í eftirfarandi flokka:
1. Almenna hönnunarvinnu á sviði mannvirkjagerðar.
2. Gerð kostnaðaráætlana og tjónamat fyrir einstaklinga, sveitarfélög, tryggingafélög
og fyrirtæki.
3. Mælingar og útsetningar allskonar, m.a. fyrir lóðir, vegi, hafnir og önnur mannvirki.
4. Gerð eignaskiptasamninga.
5. Gerð útboðsgagna og umsjón og eftirlit með útboðsverkum.
Meðal helstu verkefna síðustu ára má nefna:
Fjölbýlishús við Aðalstræti 20 í Bolungarvík, burðarþol og lagnir.
Virkjanir fyrir Orkubú Vestfjarða, Tungudalsvirkjun, Fossárvirkjun og Mjólká III.
Viðbygging við Mjólkárvirkjun I og II.
Geymsluhúsnæði við Mávagarð á Ísafirði fyrir Vestfirska Verktaka ehf.
Húsnæði Húsasmiðjunnar á Ísafirði.
Fjölbýlishús við Sindragötu 4a fyrir Ísafjarðarbæ, burðarþol og lagnir, verkumsjón og byggingarstjórn.
Fiskvinnsluhús fyrir Jakob Valgeir ehf. Bolungarvík.
Vinnsluhús við Brimbrjótsgötu í Bolungarvík fyrir Fiskmarkað Vestfjarða.
Einbýlishús, fjölbýlishús og iðnaðarhús að ýmsum stærðum víðsvegar um Vestfirði, hönnunar-, útboðs- og eftirlitsvinna að hluta eða öllu leyti.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd