Rafmögnuð saga
Tengill ehf. var stofnaður 1. september 1987 og einbeitti fyrirtækið sér, þá sem nú, að alhliða rafverktakavinnu. Í upphafi var húsakostur Tengils á Sauðárkróki smár en fyrirtækinu óx fljótt fiskur um hrygg. Það stækkaði við sig jafnt og þétt ásamt því að sérmenntuðum starfsmönnum fjölgaði með hverju árinu. Þetta gerði fyrirtækinu kleift að útvíkka starfsemi sína enn frekar og þjónusta sífellt fjölbreyttari hóp viðskiptavina. Með tilkomu nýrra starfsstöðva, rafmagnsverkstæða og tölvu- og hönnunardeildar gat Tengill einbeitt sér að sífellt breiðara starfsviði með eftirtektarverðum árangri.
Tengill ehf. hefur sex sinnum verið meðal framúrskarandi fyrirtækja ársins að mati Creditinfo.
Við tengjum Ísland
Tengill ehf. hefur í rúma þrjá áratugi þjónustað breiðan hóp viðskiptavina við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Hvort sem um er að ræða viðhaldsvinnu, uppsetningar öryggiskerfa, kælivélaþjónustu, ljósleiðaratengingar, raflagnir eða tölvuviðgerðir. Tengill er með fimm starfsstöðvar víða um land sem gerir fyrirtækinu kleift að bjóða öllum viðskiptavinum þess upp á persónulega og faglega þjónustu, sama hvort þeir eru fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. Þannig höfum við tryggt hin einföldu einkunnarorð fyrirtækisins í rúmlega 30 ár:
Tengill – við tengjum Ísland.
Spennandi starfsemi
Hjá Tengli ehf. starfa um 65 sérfræðingar með víðtæka reynslu og þekkingu á öllu sem viðkemur fjarskiptatækni og rafiðnaði. Þeir sinna margvíslegum verkefnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og veita viðskiptavinum alhliða þjónustu um allt land. Hvort sem viðfangsefnið er stórt eða smátt.
Tengill út um allt!
Tengill ehf. rekur í dag fimm starfsstöðvar. Fjórar þeirra eru á Norðurlandi: á Sauðárkróki, Blönduósi, Hvammstanga og Akureyri. Fimmta starfsstöðin er í Reykjavík. Tvær síðastnefndu starfsstöðvarnar voru opnaðar að ósk viðskiptavina, enda er Tengill ávallt tilbúinn að hlusta á tillögur sem gera starfsemi fyrirtækisins enn betri. Starfsstöðvarnar fimm gera starfsmönnum Tengils kleift að aðstoða viðskiptavini víðsvegar á landinu og veita þeim öllum sömu faglegu þjónustuna.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd