SaltPay var stofnað árið 2019 í Bretlandi með það meginmarkmið að skapa greiðslu- og hugbúnaðarlausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Stofnendur félagsins eru Ali Mazanderani, núverandi stjórnarformaður og Eduardo Pontes. Starfsemin á Íslandi er byggð á grunni fyrsta greiðslukortafyrirtækis á Íslandi, Kreditkorta hf. sem var rekið undir nafninu Borgun frá 2007, áður en SaltPay keypti 96% hlut í félaginu í júlí 2020.
Forstjóri SaltPay á Íslandi er Reynir Finndal Grétarsson, en hann tók við stöðunni á haustmánuðum 2021. SaltPay er til húsa í Katrínartúni 4 og er starfsfólk félagsins á Íslandi um 90 talsins. SaltPay er staðsett víðsvegar um Evrópu sem og Suður-Afríku. Í Evrópu starfa yfir 1300 starfsmenn á 14 skrifstofum í 12 löndum og fer ört stækkandi.
Dótturfélög SaltPay, sem fyrirtækið hefur keypt frá stofnun, spila öll mikilvægan þátt í því að byggja staðbundnar heildarlausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki um alla Evrópu og síðar heiminum öllum. Frá stofnun SaltPay hefur félagið stækkað með því að fjárfesta í félögum sem deila sömu sýn og markmiðum. Má þar nefna félög eins og Paymentology, Storyous og Yoyo, sem öll stuðla að virðisaukningu og tímasparnaði hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
SaltPay leggur mikla áherslu á góða og persónulega þjónustu sem fyrirtækið fylgir eftir með mjög öflugu þjónustuveri sem og sölufulltrúum sem hver þjónustar tiltekið svæði. Mjög reglulega heimsækja sölufulltrúarnir viðskiptavini SaltPay víðs vegar um landið og leggja áherslu á að finna lausnir sem hjálpa þeim að hámarka rekstur sinn. Starfsólk SaltPay leggur sig fram við að vera lausnamiðað og einsetur sér hugarfar frumkvöðuls svo að það geti sett sig í spor lítilla og meðalstórra fyrirtækja og hjálpað þeim að vaxa.
Helstu vörur og þjónustur SaltPay
Færsluhirðing
SaltPay býður greiðslulausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem er vegna sölu á sölustað eða á netinu, greiðslu með korti, síma, úri eða öðrum greiðslumiðli. SaltPay býður einnig viðskiptavinum sínum færsluhirðingu vegna Mastercard, Visa, UnionPay, JCB, Diners, Discover og American Express.
Greiðslulausnir – Posar
SaltPay býður viðskiptavinum sínum posa til leigu, allt eftir þörfum hvers og eins. Hægt er að fá netposa, þráðlausa posa (Wi-Fi og 4G) og posa til að tengja við kassakerfi.
Veflausnir
Viðskiptavinir SaltPay sem selja vörur eða þjónustu á netinu geta tengst greiðslusíðu SaltPay sem er fljótleg og einföld lausn.
Viðskiptavinir geta líka byggt upp öruggar greiðsluleiðir í eigin kerfum og þá tengst greiðslugátt SaltPay. Þar eru ýmis konar vefþjónustur sem viðskiptavinir geta valið úr eftir þörfum.
Þjónustuvefir
Þjónustuvefur
Gefur forsvarsmönnum fyrirtækja greinagóðar upplýsingar um öll greiðslukortaviðskipti. Vefurinn veitir góða yfirsýn yfir uppgjör, viðskiptayfirlit og einstaka kortafærslur.
Lánavefur
Gerir fyrirtækjum kleift að gera raðgreiðslusamninga og bjóða viðskiptavinum sínum að greiða með raðgreiðslum SaltPay. Hægt er að ganga frá raðgreiðslusamningi á vefnum og senda rafrænt til SaltPay.
Mínar síður
Vefur fyrir lántakendur þar sem þeir hafa yfirlit yfir raðgreiðslusamninga sem þeir hafa gert við SaltPay ásamt því að geta séð hver raðgreiðsluheimild þeirra er. Lántakendur geta einnig fylgst með stöðu einstakra raðgreiðslusamninga, hvort sem þeir eru gildandi eða uppgreiddir.
Uppgjör SaltPay
SaltPay gerir upp öll kortaviðskipti daglega til að lágmarka þann tíma sem viðskiptavinir bíða eftir sínum tekjum. Þetta getur reynst mjög dýrmætt fyrir fyrirtæki, sér í lagi minni fyrirtæki sem reiða sig á reglulegt fjárstreymi.
Útgáfa
SaltPay annast þjónustu og ráðgjöf við útgefendur varðandi kortaútgáfu. SaltPay þjónustar banka og fyrirtæki landsins við útgáfu sinna korta og eining sér starfsfólk útgáfuþjónustunnar um fræðslu til útgefenda.
Vildarkerfi
Fyrirtækjum býðst að nýta sér sjálfvirka vildarkerfið Yoyo fyrir viðskiptavini sína. Vildarkerfið er í formi rafræns klippikorts eða punktasöfnunar sem fyrirtæki geta sjálf skapað á þjónustuvef Yoyo. Vildarkerfið stuðlar að endurkomu og tryggðar viðskiptavina við fyrirtækin, sem og meiri ánægju með þjónustuna sem er veitt.
Vottun
SaltPay hefur hefur vottun samkvæmt ISO/IEC 27001 staðli um upplýsingaöryggi. Með vottuninni er tryggt að hjá félaginu sé farið að ítarlegum kröfum um öryggi upplýsinga, aðgangsstjórnun og meðhöndlun gagna og að unnið sé eftir skráðum ferlum.
SaltPay er PCI SSC Participating Organization, sem þýðir að SaltPay tekur beinan þátt í starfi alþjóðlega PCI ráðsins við mótun PCI DSS staðalsins. Öryggisstjóri SaltPay er alþjóðlega vottaður PCI Internal Security Assessor.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd