Þ.S. Verktakar ehf.

2022

Saga fyrirtækisins
Það eru rúmlega 40 ár síðan vísir að fyrirtækinu Þ.S. Verktakar ehf. leit dagsins ljós. Þröstur Stefánsson réðst þá í að fjárfesta í jarðýtu og skömmu síðar í vörubíl til að sinna ýmsum jarðvinnuverkefnum. Um áratug síðar var hann farinn að sinna snjómokstri fyrir Vegagerðina. Fyrirtækinu óx jafnt og þétt fiskur um hrygg næstu misserin og tækjaflotinn stækkaði. Það var svo árið 2000 að þau hjón Þröstur og Guðný Margrét Hjaltadóttir stofnuðu Þ.S. Verktaka ehf. en hún hafði þá annast bókhald fyrirtækisins í nærri áratug. Aðsetur Þ.S. Verktaka hefur verið að Miðási 8-10 frá árinu 2000 en áður var rekstur þess frá bílskúr við heimili þeirra. Fyrsti heilsársstarfsmaðurinn var ráðinn árið 1996 og ári síðar kom Hrólfur Árni Jónsson til starfa og er hann verkstjóri hjá fyrirtækinu í dag.
Skrifstofan var flutt að Miðási árið 2003 og bætt við hálfsdagsstafi á skrifstofu. Árið 2021 var flutt í stærra húsnæði að Miðási 37.

Hlutverk fyrirtækisins
Fyrirtækið er jarðvinnuverktakafyrirtæki með áherslu á viðhaldverkefni og vinnu við minni og meðalstór jarðvinnuverk fyrir almenning og opinberar stofnanir. Starfsvettvangur er Norðausturland. Umsvif fyrirtækisins aukast og minnka eftir eðli og umfangi verkefna þess hverju sinni. Helstu verkefni eru m.a. snjómokstur, vegaframkvæmdir, gámaflutningar, þungaflutningar, kranavinna og plæging jarðstrengja. Umfangsmestu verkefni síðastliðinna ára eru uppbygging Dettifossvegar, undirstöður undir Kröflulínu 3 og plæging ljósleiðara í Múlaþingi.

Tækjakostur Þ.S .Verktaka ehf.
Fyrirtækið er mjög vel búið tækjum af ýmsum gerðum:
Beltagröfur
Búkollur
Hjólagröfur
Jarðýtur
Kranabílar
Vagnar
Valtarar
Vegheflar
Vörubílar – dráttarbílar og 4 öxla bílar
Ýmis tæki

Framgangur
Velta Þ.S. Verktaka ehf. hefur aukist jafnt og þétt með árunum. Fyrirtækið hefur alltaf verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo utan ársins 2011. Staðan í dag er góð og og haldið áfram á sömu braut. Samkeppni er töluverð við önnur verktakafyrirtæki.

COVID-19
Við kórónufaraldrinum hefur verið brugðist með auknum smitvörnum og farið að tilmælum Almannavarna.

Samfélagsmál
Félagið er aðili að Samtökum iðnaðarins. Þ.S. Verktakar ehf. hafa ávallt stutt dyggilega við nærsamfélagið, íþróttafélög og góð málefni. www.thsverk.is

Ísland, atvinnuhættir og menning

© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd