Þriftækni ehf. var stofnað í árslok 2005. Hugmyndin með stofnun Þriftækni var að búa til hreingerningarfyrirtæki sem leggur áherslu á að nýta tækni til að auðvelda vinnuna og ná fram betri þrifum á skemmri tíma. Frumkvöðull og framkvæmdastjóri hefur frá upphafi verið Steinþór Geirdal Jóhannsson.
Innleiðing verkefna
Aukin vitund stjórnenda um mikilvægi góðra ræstinga gerir meiri kröfur til þeirra sem annast ræstinguna. Þess vegna hefur Þriftækni lagt áherslu á að þróa jákvætt og gott samstarf við verkkaupa og í samvinnu við þá að þróa starfshætti sem stuðla að sem mestum gæðum. Við teljum það sameignlegt markmið verkkaupa og verksala að stuðla að því að gæði séu í samræmi við óskir verkkaupa og báðum aðilum til sóma.
Frá upphafi hefur markmið Þriftækni ehf. verið að vera valkostur þeirra vandlátu
Til að ná því markmiði leggur Þriftækni ehf. áherslu á:
Að sérstaða fryrirtækisins verði mikil gæði og góð þjónusta:
– Að þróa gæðaeftirlitskerfi og góð samskipti við verkkaupanda.
– Að fulltrúi fyrirtækisins heimsæki viðskiptavini taki út ástand þeirra þátta sem Þriftækni annast og komi með tillögur til úrbóta ef þörf krefur.
Að hafa á að skipa sérþjálfuðu og dugmiklu fólki til að geta veitt viðskiptavinum þjónustu af fagmennsku og lipurð.
– Að stuðla að fræðslu fyrir starfsfólk svo það sé ávallt með vitneskju um þarfir viðskiptavinarins og þá tækni sem best getur komið honum að gagni.
– Að leggja áherslu á tækni í stað erfiðis.
– Að nýta ávinning tækninnar til að skapa launakjör sem stuðla að því að starfsmannavelta verði í lágmarki.
Að verða leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á Íslandi
– Að nýta ávallt bestu fáanlega tækni og bestu fáanleg efni við starfsemina.
– Að leita eftir samstarfi við leiðandi framleiðendur tækja og efna á þessu sviði.
Að stuðla að umhverfisvernd og virðingu fólks fyrir vinnuumhverfi sínu og umhverfi almennt
– Að leggja áherslu á að nota þau efni sem eru sem minnst skaðleg fyrir umhverfið.
– Að hagnýta tækni sem stuðlar að minni efna- og orkunotkun og draga þannig úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.
– Að umhverfisvitundin einskorðist ekki við vinnustaðinn heldur taki tillit til umhverfisverndar í víðara samhengi.
Græni dropinn
Til að auðvelda aðgengi að umhverfisvænni vörum var dótturfyrirtækið Græni dropinn stofnað árið 2012. Það er í 100% eigu Þriftækni ehf. Tilgangur Græna dropans er að annast innflutning á tækjum og umhverfisvænum efnum fyrir þrif.
Verkefni
Þessar áherslur fyrirtækisins hafa m.a. leitt til þess að stærsti hluti verkefna þess eru þrif í matvöruverslunum. Það eru einmitt þær verslanir sem þurfa mest á stöðugum og miklum gæðum að halda, sveigjanleika og góðri þjónustu.
Í dag annast Þriftækni ehf. dagleg þrif og viðhald gólfa hjá verslunum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, auk þess veitir Þriftækni verslunum Samkaupa um allt land þjónustu í formi þrifa eða tæknilegarar ráðgjafar.
Fyrirmyndarfyrirtæki
Viðskiptablaðið og Keldan hafa veitt Þriftækni viðurkenninguna „Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri“ þau fimm ár sem sú viðurkenning hefur verið veitt og hefur undanfarin sjö ár verið Framúrskarandi fyrirtæki en u.þ.b. 2% starfandi fyrirtækja hljóta þá útnefningu.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd