Upphaf starfseminnar var 4. júlí 1982
Fyrirtækið Þvottabjörn ehf. var stofnsett 1982 af þeim Birni Þór Jónssyni og Bryndísi Steinþórsdóttur og var starfsemin til að byrja með á neðri hæðinni heima hjá þeim að Heiðarvegi 10 á Reyðarfirði.
Björn sá um störfin að mestu til að byrja með en Bryndís kom fljótlega einnig til starfa. Grunnurinn að starfseminni voru nokkrir stórir fastir viðskiptavinir, en því til viðbótar margir minni aðilar, allt breytilegt eftir árstíðum og árum, enda starfstíminn orðinn langur.
Starfsemin
Starfsemin óx og var um tíma í stærra húsnæði að Nesbraut 7, en frá 2002 hefur hún verið að Búðareyri 25, lengi vel í 400 fm en síðar þegar umsvif minnkuðu aftur fór rýmið í 275 fm.
Með tilkomu álversins Alcoa – Fjarðaáls og samningi við þá í sambandi við þvott á vinnugöllum og mottuþjónustu varð mikil breyting hjá Þvottabirni og þurfti að fjölga fólki og fá meira rými. Þetta tókst og var séð um þvott fyrir þá í um sjö ár eða fram í april 2014, en eftir þann tíma hefur eingöngu verið um mottuþjónustu að ræða fyrir Alcoa. Stærstur hluti starfseminnar í dag er þvottur á vinnufötum fyrir verktaka sem vinna að mestu fyrir álverið og þvottur fyrir Síldvarvinnsluna í Neskaupstað sem segja má að sé elsti viðskiptavinurinn og sá sem mestu hefur skipt í gegnum tíðina.
Mannauður
Fastir starfsmenn í dag eru þrír, en núverandi eigendur halda utanum reksturinn. Þegar mest var voru fastir starfsmenn sjö til átta. Fjöldi starfsmanna hefur verið breytilegur eftir verkefnum á þeim 38 árum sem Þvottabjörn hefur verið starfandi.
Verkefni
Helstu verkefni eru fólgin í þvotti á fatnaði fyrir matvælafyrirtæki, grófari vinnufata þvotti og viðgerðum á þeim, þvotti á rúmfatnaði fyrir gistiheimili, dúkaleiga og útleiga á mottum og dreifingu og þrifum á þeim. Einnig er talsverð þjónusta við einstaklinga, fatahreinsun og fleira.
Tækjabúnaður er ágætur til þeirrar starfsemi sem framkvæmd er og gæti afkastað mun meiru ef verkefni væru í boði. Þó svigrúm sé til meiri afkasta, er starfsemin í góðu jafnvægi eins og hún er.
Eigendur
Á árinu 2017 urðu straumhvörf hjá Þvottabirni, þegar fyrirtækið var selt til núverandi eigenda Birnu Guðmundsdóttur og Þorvaldar Aðalsteinssonar. Þau eru jafnframt eigendur að því húsnæði sem starfsemin er í.
© 2023 Sagaz ehf | Allur réttur áskilinn | Skilmálar & persónuvernd