Tösku- og hanskabúðin ehf.

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Tösku- og hanskabúðin var stofnuð 3. október 1961 af Ingibjörgu Jónsdóttur og Þorgrími Brynjólfssyni og var þá til húsa á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis í Reykjavík. Eigendur fyrirtækisins í dag eru þær mæðgur Sigríður Gréta Oddsdóttir, Þuríður Linda Auðunsdóttir og Sæunn Auðunsdóttir, sem jafnframt starfa í versluninni. Auk þeirra starfar skólafólk þar um helgar og í sumarafleysingum. Vorið 2015 var verslunin flutt að Laugavegi 103.

    Vöruúrval
    Í Tösku- og hanskabúðinni er eitt mesta hanskaúrval landsins. Árið 1971 var byrjað að sérsauma hanska fyrir verslunina í Bretlandi en síðar var sú framleiðsla flutt til Ungverjalands þar sem nú er ein stærsta hanskaverksmiðja í heimi. Framleiðsla þeirra er úr besta fáanlega hráefni og er leðrið handskorið og elt og eru hluti af hönskum  ennþá frammleiddir þar fyrir verslunina.
    Allt frá stofnun búðarinnar hefur markmiðið verið að bjóða fjölbreytt úrval af bæði dömu- og skjalatöskum úr gæðaefnum. Ferðatöskur hafa verið stór hluti varanna sem í boði eru í versluninni. Þá er einnig mikið og gott úrval af seðlaveskjum við allra hæfi í versluninni. Mörg þekkt vörumerki er þar að finna eins og ADAX frá Danmörku, Monte frá Svíðþjóð og ferðatöskur frá MARCH í Hollandi.

    Netverslun og framtíðarsýn
    Sú breyting sem átt hefur sér stað undanfarin ár og sú sem horft er mest til í nánustu framtíð er stóraukin verslun í gegnum netið. Tösku- og hanskabúðin setti upp vefsíðuna www.th.is fyrst árið 2007 og er sú síða í stöðugri þróun. Verslunin á netinu hefur aukist mikið síðan þá. Það var í fyrstu aðalega fólk úti á landi sem verslaði á netinu en undanfarið hefur fólk á höfuðborgarsvæðinu einnig farið þessa leið og verslað á netinu og valið að fá vörurnar sendar í pósthús í sínu hverfi.

Stjórn

Stjórnendur

Í Tösku- og hanskabúðinni er eitt mesta hanskaúrval landsins. Árið 1971 var byrjað að sérsauma hanska fyrir verslunina í Bretlandi en síðar var sú framleiðsla flutt til Ungverjalands þar sem nú er ein stærsta hanskaverksmiðja í heimi. Framleiðsla þeirra er úr besta fáanlega hráefni og er leðrið handskorið og elt og eru hluti af hönskum  ennþá frammleiddir þar fyrir verslunina.

Í Tösku- og hanskabúðinni er eitt mesta hanskaúrval landsins. Árið 1971 var byrjað að sérsauma hanska fyrir verslunina í Bretlandi en síðar var sú framleiðsla flutt til Ungverjalands þar sem nú er ein stærsta hanskaverksmiðja í heimi. Framleiðsla þeirra er úr besta fáanlega hráefni og er leðrið handskorið og elt og eru hluti af hönskum  ennþá frammleiddir þar fyrir verslunina.

Tösku- og hanskabúðin ehf.

Laugavegi 103
105 Reykjavík
5515814

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina