Traust verktak TVT

  • 2022
    Samantekt úr Ísland 2020, atvinnuhættir og menning
    [acf_repeater_gallery repeater="company_timeline" gallery="section_images"]

    Verktakafyrirtækið Traust verktak eða TVT ehf. tekur að sér alhliða byggingastjórn á verkefnum utan- sem innanhúss, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtækið annast alla verkþætti eins og smíði, málningu, múrverk, raf- og pípulagnir ásamt lóðafrágangi og fylgir þeim vel eftir frá upphafi til enda.

    Upphafið
    TVT ehf. var stofnað í desember 2002 og eigendur eru byggingameistararnir Guðmundur Kjartansson og Ólafur Sæmundsson. Þeir félagar hafa starfað saman í 28 ár en áður en til stofnun fyrirtækisins kom höfðu þeir báðir starfað í eigin nafni og byggt upp traustan viðskiptamannahóp.

    Helstu verkefni
    Fyrirtækið vinnur jöfnum höndum að endurnýjun eldra húsnæðis og við nýsmíði. Helstu verkkaupar eru fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. Stærstur hluti verkefnanna er jafnan hannaður af arkitektum og við framkvæmd þeirra eru gæðakröfur mjög háar og hefur náið samstarf TVT og hönnuða skilað glæsilegri útkomu og byggt upp gott orðspor fyrirtækisins. Helstu verkefni síðustu ára eru m.a., uppbygging hótela fyrir Íslandshótel víða um land. Nú er í byggingu stórt hótel við Lækjargötu og Vonarstræti í miðborg Reykjavíkur, en þar hefur TVT séð um byggingarstjórn ásamt ýmsum öðrum verkþáttum. Hótelið við Lækjargötu er sjötta hótelbygging Íslandshótela á 9 árum sem fyrirtækið stýrir, þá eru 530 hótelherbergi að baki, alls 21,000 fm. Fyrirtækið hefur einnig unnið að innréttingum og breytingum fyrir Hamborgarafabrikkuna, Keiluhöllina og Rafland ásamt því að byggja og innrétta arkitektahönnuð einbýlishús auk fjölbreyttra viðhaldsverkefna.

    Aðsetur – starfsmenn
    TVT ehf. er með aðsetur í 160 fm húsnæði að Akralind 5 í Kópavogi. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 15 starfsmenn.

  • 2012
    Samantekt úr Ísland 2010, atvinnuhættir og menning

Stjórn

Stjórnendur

Traust verktak TVT

Akralind 5
201 Kópavogi
5645757

Atvinnugreinar

Upplýsingar

1 / ?

Lesa bókina